Fleiri fréttir

Ný herferð Ljóssins lítur dagsins ljós

Eliza Reid forsetafrú ýtti nýrri auglýsingaherferð Ljóssins úr vör í gær við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Ljóssins á Langholtsvegi. 

Enginn greindist innanlands

Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í pósti frá Almannavörnum en um er að ræða bráðabirgðatölur.

Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu

Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur.

Sex­tán ára drengur hand­tekinn fyrir vopna­laga­brot

Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok

Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt.

Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“

Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar.

Sérsveitin kölluð út á sjó

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir nýjust breytingar framundan á sóttvarnatakmörkunum og hvernig stefnir í að Ísland verði meðal fyrstu ríkja heims til að ná hjarðónæmi. Við heyrum í forráðamönnum íslensku flugfélaganna sem segja þessar breytingar hafa jákvæð áhrif á stöðu þeirra.

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás og hótanir

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur.

Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eigin­konu sinni

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.

Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu

Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni.

„Mikil ein­eltis­menning hefur ríkt í Ráð­húsinu“

„Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú.“

Fella niður þrjár ferðir til Lundúna

Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins. 

Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi.

Sam­bæri­legar launa­hækkanir „ó­raun­hæfar með öllu“

Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili

Ís­land styrkir hlut­falls­lega mest

Ársfundur UNICEF á Íslandi fór fram í gær og tók Óttarr Proppé við sem stjórnarformaður landsnefndar. Þá kom fram á fundinum að hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF koma frá Íslandi.

Þrjú hundruð manna sam­komu­tak­markanir og eins metra regla frá 15. júní

Sam­komu­tak­markanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót.

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.