Fleiri fréttir

Egill Þór glímir við eitil­frumu­krabba­mein

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist hafa byrjað í meðferð við meininu í dag.

Dæmdur í fimm mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti

Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru.

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa

Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972.

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Guðni og Eliza heim­sækja Ölfus

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir.

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um útdráttinn sem fram fór í morgun og beðið var með mikilli eftirvæntingu en dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frí­verslunar­samningur við Bret­land í höfn

Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum.

Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga

Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi.

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Domus Medica hættir rekstri í árslok

Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið.

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Guð­mundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana

Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana.

Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember

Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári.  Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér.

„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“

Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Marek Moszczynski var í Héraðsdómi í dag metinn ósakhæfur vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Honum er gert að sæta öryggisvistun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Gul við­vörun á Suður­landi

Gul viðvörun tekur gildi klukkan sex á Suðurlandi vegna hvassviðris. Austan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru frá Markarfljóti austur að Vík í Mýrdal og einnig á Hellisheiði. Vindhviður gætu náð 30 metum á sekúndu sem gæti valdið ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind, vandkvæðum.

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku

Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 

Bein út­sending: Ekkert of­beldi án ger­enda

Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar

Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á.

Nýr goshver í Biskupstungum

„Goshver opnaðist í bakgarðinum hér á Reykjavöllum í hádeginu. Án gríns, og gýs á 17 mínútna fresti.“

Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum

Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunareitinn á Bræðraborgarstíg en eigendur bíða nú eftir grænu ljósi til að fá að rífa húsið og hefja uppbyggingu á reitnum.

Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur

Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum.

Sjá næstu 50 fréttir