Fleiri fréttir

Vöntun á hrossum til slátrunar

Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss.

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Nýjum sátt­mála ætlað að fækka á­rekstrum

Sérstakur sáttmáli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa var undirritaður í félagsheimili Fáks í Víðidal í morgun. Er það gert í ljósi tíðra óhappa og slysa að undanförnu og ákváðu fulltrúar mismunandi hópar vegfarenda að taka höndum saman um sáttmála sem legið geti til grundavallar fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi svo öryggi þeirra og annarra sé sem best tryggt.

Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun

„Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir

Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum.

Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi.

Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH

Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma.

Maður sem sendi RÚV sprengjuhótun handtekinn

Ekkert óeðlilegt fannst í Útvarpshúsinu eftir að maður hringdi inn sprengjuhótun til Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Sá sem hringdi inn hótunina var handtekinn seinna um kvöldið.

Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt.

Sýknaður af á­kæru um kyn­ferðis­broti gegn barni

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára.

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.

Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice

Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Byrjað verður að aflétta samkomutakmörkunum fyrir sumarið á mánudag þegar fimmtíu mega koma saman. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar og þá ákvörðun að bólusetja ekki lengur eftir aldri innan forgangshópa heldur tilviljanakennt.

VG vill leiða næstu ríkisstjórn

Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur.

Lög­reglan leitar bif­hjóla­níðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar bifhjólaökumanns sem ók á konu á reiðhjóli í Elliðaárdal á fjórða tímanum í gær. Konan var að hjóla á göngustíg norðan Stekkjarbakka beint fyrir neðan Skálará þegar bifhjólamaðurinn ók á hana.

Dæmdir fyrir að slást hvor við annan

Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Ekki lengur bólusett eftir aldri

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 

Bein út­sending: Stefnu­ræða Katrínar á lands­fundi VG

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína á tólfta landsfundi Vinstri grænna klukkan 17:15. Vísir sýnir beint frá fundinum, en hægt er að fylgjast með ræðunni í spilaranum að neðan.

Í farbanni vegna mannslátsins í Kópavogi

Karlmaður á þrítugsaldri verður gert að sæta áframhaldandi farbanni næstu átta vikurnar að kröfu lögreglu. Maðurinn hefur stöðu sakbornings í rannsókn á mannsláti í Vindakór í Kópavogi í byrjun apríl.

Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja

Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum.

Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við forstöðumann sóttvarnahótelalana sem segir mögulega komið að þolmörkum á landamærum þegar kemur að skimun farþega sem hingað koma.

Sjá næstu 50 fréttir