Fleiri fréttir

Slagsmál og læti á Sushi Social

Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi.

Ekki á því að loka landamærunum

Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög.

Hraunrennslið að komast í fyrra horf

Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt.

Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum

Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni.

Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni

Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast.

Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið

Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun.

Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast

Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði. Næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Við ræðum við Svandísi í fréttatímanum klukkan 18:30.

Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir

Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins.

Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði

Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik.

Vegslóði kominn undir hraun

Segja má að fyrsta mannvirkið á Reykjanesi sé komið undir nýlegt hraun en vegslóði sem liggur að gosstöðvunum er nú þakinn fersku hrauni eftir að ný sprunga opnaðist með látum í gær.

Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið

Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið.

Svif­ryk mælist aftur langt yfir heilsu­verndar­mörkum

Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í Reykjavík í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga.

Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla

Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur.

Hafa áður komið við sögu lögreglu

Þeir sem lögregla hefur rætt við í tengslum við rannsókn á andláti manns í Kópavogi um helgina hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, að sögn yfirlögregluþjóns. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fleiri hafa ekki verið handteknir.

Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt

Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum.

Segir ríkisstjórnina glannalega

Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref.

Önnur sprunga gæti opnast

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 

Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið

Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um viðbrögð sóttvarnalæknis við úrskurði héraðsdóms frá því í gær varðandi sóttkvíarhótel og skyldu fólks til að dvelja þar, en hann hefur ákveðið að áfrýja þeim úrskurði til Landsréttar.

Úrskurðurinn kærður til Landsréttar

Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250.

Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins.

Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár

Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld.

Fjórir greindust með veiruna innanlands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta.

Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum

Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar.

Áfram lokað á gossvæðinu

Áfram verður lokað á gossvæðinu á Reykjanesskaga vegna mengunarhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli.

Þór­ólfur segir úr­skurðinn mikil von­brigði fyrir ís­­lenska þjóð

„Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt.

Ungar stúlkur í sjálfheldu á Helgafelli

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi þegar tvær ungar stúlkur lentu í sjálfheldu á Helgafelli í Mosfellsbæ. Stúlkurnar voru aðstoðaðar niður og ekið heim til sín en samkvæmt dagbók lögreglu amaði ekkert að þeim annað en kuldi.

Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu

Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 

Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sótt­kvíar­hótel

Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli.

Gos­stöðvarnar til­komu­miklar að kvöldi til

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 

Sjá næstu 50 fréttir