Fleiri fréttir

Sýknaður af ákæru um þvingaða kossa þrátt fyrir afsökunarbeiðni og „sjálfu“ á heimleið
Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu.

Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
„Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra
Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.

Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu
Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu.

Mikilvægt að fólk sé vel upplýst ef rýma þurfi á höfuðborgarsvæðinu
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir margt geta orðið tilefni til þess að grípa þyrfti til rýminga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk fái traustar upplýsingar og ani ekki af stað, ef til rýminga kæmi.

Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca
Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca.

Vill óháða skýrslu um flutning krabbameinsskimunar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram beiðni um að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Jarðskjálftahrinan sem hófst með öflugum skjálftum í gær hefur haldið áfram í dag. Skjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á þriðja tímanum í dag.

Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til.

Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans
Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur.

Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík
Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa.

Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi
Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti.

László Czenek fallinn frá eftir baráttu við Covid-19
László Czenek, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, andaðist þann 21. febrúar síðastliðinn í heimalandi sínu Ungverjalandi eftir baráttu við Covid-19.

Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi
Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun.

Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva.

Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum
Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara.

Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca
Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin á ástandinu á Reykjanesi eftir jarðskjálftahrinuna sem hófst í gærmorgun.

Enginn greindist innanlands en einn á landamærum
Fjórða daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið.

Stærsti skjálftinn í tilfelli Bryndísar reyndist harður árekstur
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og einn forseta Alþingis, lenti í hörðum árekstri í Ártúnsbrekkunni í gær. Bryndís slapp með skrekkinn en bíll hennar er ónýtur.

Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík
Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019.

Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss.

Svona var 165. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Rektor MH: „Auðvitað er manni brugðið að fá svona tölvupóst“
„Auðvitað er manni brugðið að sjá svona tölvupóst,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um sprengjuhótunina sem send var á skólann í nótt.

Sprengjuhótanir hjá þremur stofnunum til viðbótar
Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð sem Vísir greindi frá fyrr í dag.

Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar
Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Spá allt að ellefu stiga hita
Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum. Fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær og það hlýnar í veðri; hiti verður eitt til fimm stig seinnipartinn en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september.

Beit í fingur lögreglumanns
Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi.

Tveir skjálftar yfir þremur í nótt
Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti.

Sænskur kollegi upplifði jarðskjálfta í fyrsta sinn í miðri hjartaaðgerð
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var í miðri hjartaskurðaðgerð á Landspítalanum þegar jörð tók að skjálfa á höfuðborgarsvæðinu. Upplifunin var einkar sérstök fyrir sænskan lækni sem framkvæmdi aðgerðina ásamt Tómasi en sá hafði aldrei upplifað jarðskjálfta áður.

Virknin gæti aukist í kvöld
Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar.

Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“
Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld.

Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu
Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka.

Maður fór í sjóinn í Kópavogshöfn
Mikill viðbúnaður var í Kópavogshöfn á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um mann sem farið hefði í sjóinn. Fólk í höfninni hafði komið manninum á land þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og hann sakaði ekki.

Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu
Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Hyggjast svara sértækum spurningum kvenna um skimanir á Heilsuvera.is
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Landspítalann, hyggst setja aukið afl í netspjall við skjólstæðinga á Heilsuvera.is og bjóða upp á sérstaka svarþjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum.

Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“
Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg.

Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur
Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur.

Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“
„Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp.

Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar
Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu.

Krabbameinsfélagið: Ríkið gerði ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál
„Stuttar framlengingar þjónustusamnings Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimunina eru ítrekað nefndar í skýrslunni, sem hindrun fyrir þróun í starfseminni. Af sama leiddi að áhersla í starfi Leitarstöðvarinnar var mest á þjónustu við konurnar.“

Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“
Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir.

Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum
„Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag.