Fleiri fréttir

Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular

31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem sagði á upplýsingafundi nú fyrir hádegið að vægar tilslakanir innanlands komi til greina á næstu dögum. Engin innanlandssmit greindust í gær, annan daginn í röð. 

Ekkert innanlandssmit í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er annan daginn í röð sem enginn greinist innalands.

Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum

Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan.

Á 135 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl í Ártúnsbrekkunni eftir hraðamælingu um klukkan átta í gærkvöldi en ökumaðurinn ók bílnum á 135 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 kílómetrar á klukkustund.

Sex­tán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu.

„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“

„Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus.

Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni

Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi.

Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata

Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans.

„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið”

Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi.

Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Lands­rétti

Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi.

Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú

Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um morðið á íslenskri konu búsettri í Danmörku. Eiginmaður konunnar hefur játað á sig glæpinn en þau höfðu slitið samvistum.

Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða

Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins.

Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag.

Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað

Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 

„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“

Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans.

Versnandi efnahagshorfur á þessu ári

Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun.

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Satt, logið og á reiki um Óðinstorg

Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins?

Svavar Gestsson jarðsunginn

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Borgarstjórn fordæmir árásir

Borgarstjórn hefur set frá sér samhljóða ályktun í kvöld vegna skotárása sem fjallað hefur verið um síðustu daga. Þær hafa beinst að höfuðstöðvum stjórnmálaflokka en ein slík hefur beinst að bíl borgarstjóra.

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Sjá næstu 50 fréttir