Fleiri fréttir

Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina

Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina.

100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar

Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók.

Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag

Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum.

Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu

Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag.

Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður

Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna á Seyðisfirði þar sem um hundrað íbúar neyðast til að vera annars staðar en heima hjá sér um jólin vegna þess að horfur eru á hlýnandi veðri eystra. Hreinsunarstarf hófst í bænum í dag.

„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu.

„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“

Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu.

Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum

Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar.

Arnar heill á húfi erlendis

Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi.

Áfram hættustig á Seyðisfirði

Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun.

Landsmenn orðnir 368 þúsund talsins

Hagststofan hefur gefið út afar upplýsandi myndband þar sem sjá má helstu breytingar sem orðið hafa meðal annars efnahagsstærðum.

Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður.

Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali

Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar.

Skipverji á Sigurði VE bitinn af hámeri

„Hann á að ná sér að fullu,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, um skipverja á uppsjávarskipinu Sigurði VE sem var bitinn af hámeri.

Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs

Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum.

Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum

Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar.

Útlit fyrir rauð jól víðast hvar á landinu

Það er útlit fyrir auða jörð víðast hvar á landinu þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld vegna lægðar sem nálgast landið seint í kvöld. Jólin verða því líklegast rauð.

Lögðu hald á hnífa og fíkniefni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti í nótt sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur

Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu.

Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer

Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku.

Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim

Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Snævi þakinn Seyðis­fjörður tók á móti ráð­herrum

Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur.

Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fylgjum við fjórum ráðherrum til Seyðisfjarðar sem voru slegnir yfir eyðileggingunni þar. Ráðherrarnir funduðu með heimafólki og heita fullum stuðningi við uppbygginguna sem er fram undan.

Sér­fræðingar vanmátu að­stæður á Seyðis­firði

Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag.

„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“

Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt.

Látinn laus eftir samræður við lögreglu

Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag.

Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði

Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag.

Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að.

Sjá næstu 50 fréttir