Fleiri fréttir

Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri
Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins
Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er.

Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann
Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru.

Víðtæk bilun í símkerfum og netkerfum heilsugæslunnar
Víðtæk bilun hefur verið í símkerfum og netkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í allan dag. Bilunin hefur haft mikil áhrif á starfsemina og hefur neyðst til að fresta miklum fjölda tíma og verkefna.

Rak skúffu vörubíls í brú
Umferðaróhapp varð á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar skúffa vörubíls rakst í brúna þegar ekið var undir hana.

Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður
Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi.

Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins.

Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá
Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu.

„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru fimm utan sóttkvíar.

Sextán greindust innanlands
Sextán manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru ellefu í sóttkví, eða um 69 prósent.

„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“
Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn.

Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld.

Slökkvilið kallað út vegna elds í húsnæði Grand þvottar á Akureyri
Slökkvilið á Akureyri var kallað út vegna elds í húsnæði Grand þvottar í Freyjunesi á Akureyri í morgun.

MAST gefur út upplýsingar vegna yfirvofandi „harðs“ Brexit
Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar um atriði sem íslensk matvælafyrirtæki verða að hafa í huga ef ekki nást samningar milli Evrópusambandsins og Bretlands áður en aðlögunartímabilinu vegna Brexit lýkur 31. desember nk.

Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári
Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið.

Fólk hvatt til að fara sparlega með vatn vegna kuldakastsins
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar og hvatt fólk til að fara sparlega með heita vatnið til að allir hafi nægt vatn til húshitunar. Þetta er gert í ljósi þess að eitt mesta kuldakast frá árinu 2003 virðist ætla að skella á íbúa suðvesturhornsins á næstu dögum.

Óboðni gesturinn sem neitar að fara
Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara.

Grímulaus og til vandræða í matvöruverslun
Laust eftir klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var í annarlegu ástandi, grímulaus og almennt til vandræða í matvöruverslun.

Sagnir um bardaga sem skýra nafn Orustuhóls
Orustuhóll er áberandi kennileiti í Skaftárhreppi sem blasir við frá hringveginum skammt austan við bæjahverfið Foss á Síðu. Brunahraun, en svo nefnist hraun Skaftárelda á þessum slóðum, umlykur hólinn á alla kanta.

Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið.

Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013
Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag.

Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu
Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“.

Beit lögreglumann eftir að upp úr sauð í pottapartýi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í höndina. Lögregla var kölluð til í útskriftarveislu konunnar, sem varð að „pottapartýi“ líkt og lýst er í dómi, hvar upp úr sauð með fyrrgreindum afleiðingum.

„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“
Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook.

Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu
Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag.

Segir oddvita Sjálfstæðisflokks eiga líta sér nær með gagnrýni um skuldasöfnun
Reykjavíkurborg ætlar að mæta kórónuveirukreppunni með hátt í tvö hundruð milljarða króna fjárfestingarátaki og fjármagna það framan af með lántöku. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir borgina taka bæði á góðæri og kreppu með skuldsetningu.

Sex milljóna króna akstursstyrkjum sagt upp hjá Rangárþingi ytra og Ásahreppi
Byggðasamlagið Oddi, sem rekur grunn- og leikskóla í Rangárþingi ytra, þ.e. á Hellu og á Laugalandi í Holtum hefur sagt upp akstursstyrkjum nokkurra starfsmanna og ætlar sér að spara þannig sex milljónir króna. Um er að ræða tímabundna styrki sem tóku gildi 1 ágúst 2019 og áttu að falla út í lok júlí á næsta ári en falla út fyrr.

Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut á flugi
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns.

„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“
Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína.

Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi
Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu.

Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð
Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda.

Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu
Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán.

Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur
Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu.

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum
Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra,sem segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt.

Leikskóla lokað og öll í sóttkví eftir að sex starfsmenn smituðust
Sex starfsmenn leikskólans Gimli í Njarðvík í Reykjanesbæ hafa greinst með kórónuveiruna. Skólanum var lokað í gær vegna þessa. Allir starfsmenn og börn leikskólans eru nú í sóttkví.

Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála
Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í.

Lýsti í afmæli sínu hvernig afi léti sig strjúka „upp og niður“
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta gegn stúlkubarni sem leit á hann sem afa sinn. Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Bein útsending: Kynnir frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mun kynna frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs á fréttamannafundi sem hefst núna klukkan 16.

Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu
Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi.

Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið
Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins.

Gefa þúsund gjafakort: „Það mun koma sér rosalega vel að geta gefið fjölskyldunum kort fyrir jólin“
Fyrirtækið CCP hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauða kross Íslands með gjafakortum fyrir fimmtán milljónir króna sem munu koma þúsund einstaklingum og fjölskyldum vel um hátíðirnar.

Bein útsending: Af hverju er þjóðgarður á hálendinu góð hugmynd?
Af hverju er þjóðgarður á hálendi Íslands góð hugmynd? Landvernd efnir til ráðstefnu um hálendisþjóðgarð og verður streymt beint frá fundinum á Vísi klukkan 15. Í tilkynningu frá Landvernd segir að Náttúra Íslands sé verðmæt auðlind og sameign okkar allra.

Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda.