Fleiri fréttir

Sautján greindust innanlands
Sautján smit greindust innanlands í gær og meirihluti var í sóttkví.

Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna
Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu.

Kólnandi veður í kortunum
Spáð er slyddu eða snjóéli víða um land í næstu viku en þó verður lengst af þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi.

Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.

Gjörningur til að gleðja og vekja athygli á sóttvörnum
Nemendur og starfsmenn Réttarholtsskóla tóku sig til í morgun og stigu taktfastan dans í takt við lagið Jerusalema. Um var að ræða samtals 400 einstaklinga en í ólíkum sóttvarnahólfum, að sjálfsögðu.

Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit
Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust.

Yfirgengileg hræðsla við fæðingar
Unnur Birna Bassadóttir í Hveragerði er haldin miklum fæðingarótta en hún og maður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason, eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember sem verður tekið með keisaraskurði vegna ótta Unnar Birnu við eðlilega fæðingu.

Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni
Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Rannsókn á hópsýkingunni á Landakoti, væntanlegar tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum og tendrun ljósa á Jólakettinum í Reykjavík verður á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð
Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt stúlku sem þá var átján ára gömul á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2018.

„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“
Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19.

Sálfræðingur sýknaður af broti gegn barni
Landsréttur hefur sýknað sálfræðing um sextugt sem ákærður var fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni árið 2017.

Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum
„Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“

Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti
Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig.

Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn
Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný.

„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting
„Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin.

Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur
Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi.

Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt
Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október.

„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“
Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt.

Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja.

Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum
Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum.

Landsmenn komast loksins í klippingu
Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar.

Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár.

Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku
Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi.

Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19
24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur.

Átta greindust innanlands
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo fáir greinst á einum degi síðan 14. september. Einungis tveir af þessum átta sem greindust voru í sóttkví.

Leggur aftur til að dreifing á ösku verði gerð frjáls
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur í annað sinn lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að dreifing á ösku verði gerð frjáls.

Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur.

Ferðakostnaður ríkisins skreppur saman í faraldrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að ferðakostnaður ríkisins lækkaði um 1,8 milljarða króna á milli ára.

Ísland ekki lengur flokkað sem rautt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu
Ísland er ekki lengur skilgreint sem rautt svæði vegna kórónuveirunnar hjá Sóttvarnastofnun Evrópu heldur appelsínugult.

Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti
Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag.

Stella Blómkvist segist harðánægð með að hafa lagt Bókasafnssjóð
Barátta Stellu við Bókasafnssjóð snýst ekki bara um peninga heldur réttindi almennra borgara.

Kviknaði í kertaskreytingu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö verkefni á dælubíla síðasta sólarhringinn og var annað þeirra fyrsta kertaskreyting ársins, eins og það er orðað í færslu slökkviliðsins á Facebook.

Föst í Víkurskarði og lokar veginum
Víkurskarð er lokað eins og er þar sem flutningabifreið er föst sökum hálku og lokar veginum.

Tillögur Þórólfs um tilslakanir ræddar í ríkisstjórn
Gera má ráð fyrir að rætt verði um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum
Veitingahúsi í Kópavogi var lokað í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnalögum. Í eftirliti lögreglu um níuleytið reyndust 18 gestir vera inni á staðnum og tveir starfsmenn.

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna
Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn.

Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum
Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika.

Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka
Vincent Tan sem nýverið eignaðist öll Icelandair hótelin vill reisa 33 þúsund fermetra fjölnota byggingu á Miðbakka við gömlu höfnina sem meðal annars myndi hýsa fimm stjörnu Four Seasons hótel. Skipulag borgarinnar hefur hafnað hugmyndinni á grundvelli umsagnar Faxaflóahafna sem eiga lóðina.

Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu
Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi.


Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar og eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar.

„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal.