Fleiri fréttir

Þrjú ný innanlandssmit

Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðasta sólarhringinn.

Hlupu frá lögreglu þegar ekki var hægt að aka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um ökumann sem talið var að gæti verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ökumaðurinn og farþegi reyndu að flýja frá lögreglu.

Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal

Fjöldi fólks notaði verslunarmannahelgina til að heimsækja Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi til að njóta fegurð náttúrunnar á svæðinu.  Margir stungu sér til sunds í Gjánni.

Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars

Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni.

Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því Jónas Tómasson hóf rekstur bókaverslunar á Ísafirði sem þrjár kynslóðir ráku síðan í 86 ár en í dag rekur Penninn Eymundsson verslunina. Í dag var opnuð sýning á munum og ljósmyndum úr rekstrinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir fund þríeykisins í dag þar sem greint var frá því að átta manns hefðu bæst í hóp smitaðra af kórónuveirunni frá því í gær. Þórólfur Guðnason vill að rannsakað verði hvort veiran sem fólk er að smitast af þessa dagana sé eitthvað veikari en sá stofn sem fólk smitaðist af í vor.

Bátur vélarvana á Skjálfanda

Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá vélarvana báti á Skjálfanda.

„Við megum ekki láta deigan síga“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir Skagamenn finna fyrir létti eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirunni sem veldur covid-19 í skimun gærdagsins.

Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi

Þeir fjórtán fangar, sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi hafa nóg fyrir stafni því þeir hugsa m.a. um hænur, bleikjur og plöntur, auk þess að vera með fullkomið hljóðver í fangelsinu.

Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls

Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun.

Allir þurfi að huga að smitvörnum

Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk virði ekki tveggja metra reglu á opinberum stöðum að sögn Ölmu D. Möller landlæknis.

Skima allt að sex hundruð Skaga­menn

Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag.

Íslendingar vilja ekki vinna við sauðfjárslátrun

Illa gengur að ráða starfsfólk í sauðfjárslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, sem hefst 4. september í haust enda lítill sem engin áhugi hjá Íslendingum að vinna við slátrunina. Í staðinn verður reynt að ráða útlendinga til starfa.

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir látin

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur hjá Ríkisútvarpinu, er látin, 79 ára að aldri. Hún var ein af þekktustu röddum Ríkisútvarpsins og starfaði þar í 44 ár.

Sjá næstu 50 fréttir