Fleiri fréttir

Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“

Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra Íslendinga sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum.

Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda

Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda.

Um 2000 veirupinnar til í landinu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að skortur á pinnum hér á landi til þess að taka sýni vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sé ákveðið áhyggjuefni.

Lýsa eftir Sean Bradley

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sean Aloysius Marius Bradley sem fæddur er 22. apríl 1957 og skráður til búsetu að Austurvegi 34 á Selfossi.

Forsætisráðherra á að halda sig heima

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir.

Allt skólahald lagt niður í Skútustaðahrepp

Skólahald í Skútustaðahrepp hefur verið lagt niður vegna kórónuveirunnar bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun og munu standa yfir um óákveðinn tíma.

Mælir með að fólk taki „veirufrían klukkutíma“ í kvöld

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, mælir með því að fólk taki sér eina klukkustund í kvöld, frá klukkan átta til níu, þar sem það hugsar og talar um eitthvað annað en kórónuveiruna sem nú geisar.

Sjá næstu 50 fréttir