Fleiri fréttir

Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst

Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst.

Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti.

Gular viðvaranir, rok, slydda og leysingar seinni partinn

Leiðindaveður verður víðast hvar á landinu í dag, vaxandi sunnan- og suðaustanátt og hvassviðri eða stormur síðdegis með talsverðri rigningu í eftirmiðdaginn, en þurrt á Norður- og Norðausturlandi fram á kvöld.

Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar

Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf.

Bændur loka búum sínum

Íslenskir bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir vegna ástandsins í landinu.

Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma

Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar.

Tólf á Landspítalanum með COVID-19

Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild.

Djúp lægð nálgast landið

Búast má við suðvestanátt og kólnandi veðri í dag, víða verður strekkingsvindur og éljagangur þegar kemur fram á daginn en léttir til austanlands í kvöld.

Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp

Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega.

Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára

„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á.

Sjá næstu 50 fréttir