Fleiri fréttir

BBC fjallar um björgunina á Langjökli

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, birti í dag stutta umfjöllum björgun ferðamannanna 39 sem festust á Langjökli síðastliðinn mánudag.

Úrgangur minnkaði í fyrsta sinn í fimm ár

Í fyrra minnkaði úrgangur á milli ára hjá Sorpu í fyrsta sinn í fimm ár. Samdrátturinn nam fimmtán prósentum. Minna sorp tengist meðal annars samdrætti í efnahagslífinu að sögn deildarstjóra umhverfismála.

Jón Atli áfram rektor

Háskólaráð hefur tilnefnt Jón Atla Benediktsson til áframhaldandi setu í embætti rektors Háskóla Íslands. Engin önnur sóttu um starfið.

Þessi fá listamannalaun árið 2020

Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni.

Börn í Eyjum fá ekki að mæta ókembd í skólann

Foreldrar barna í grunnskólum þekkja vel að fá lúsapósta þegar kennsla hefst á haustin og eftir áramót. Er þar minnt á lúsina og mikilvægi þess að foreldrar barna kembi hár þeirra.

Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum.

Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið.

Flug liggur niðri og vegum víða lokað

Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað.

Álag meira en búist var við

Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn.

Prjóna fyrir móðurlaus dýr

Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu.

Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins

Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.

Áfram raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs

Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair tekið þá ákvörðun að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn, 9. janúar.

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til.

Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland

Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.

Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul

Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn.

Sjá næstu 50 fréttir