Fleiri fréttir

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í árekstri við snjóruðningstæki

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.

Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni

Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Fólk á fjórum bílum í vanda við Skjaldbreið

Hjálparsveitin Tintron, hjálparsveit skáta í Grímsnesi, var kölluð út um klukkan 23 í gærkvöldi til að aðstoða fólk á fjórum bílum sem lent hafði í vandræðum í Skjaldbreið.

Bana­slys á Reykja­nes­braut

Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöldi nærri Álverinu í Straumsvík skömmu fyrir klukkan hálf tíu í gærkvöldi.

Alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman.

Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring

Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast.

Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott

Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og genga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi.

Flateyrarvegi hefur verið lokað

Vegna aðstæðna á Vestfjörðum hefur verið tekin ákvörðun um að loka skuli fyrir umferð um Flateyrarveg en lokunin var framkvæmd klukkan 13 í dag.

Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík

Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rýmum á bráðamóttöku hefur verið fjölgað eftir neyðarkall starfsmanna. Það skipti sköpum í viðbúnaði fyrir rútuslysið í gær.

Sjá næstu 50 fréttir