Fleiri fréttir

HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt

Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði.

Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur

Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum.

Tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi

Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Guðmundi Jónssyni fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúi á þriggja ára tímabili.

Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi

Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti.

Perry segir norður­slóðir barma­fullar af orku­auð­lindum

Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta.

Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga

Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga.

Á gjörgæslu eftir vinnuslys í Hafnarfirði

Karlmaður sem slasaðist alvarlega þegar hann klemmdist á milli vinnutækja á athafnasvæði málmendurvinnslufyrirtækisins Furu í Hafnarfirði á miðvikudaginn er á gjörgæslu.

Má búast við frosti víða í nótt

Það má búast við því að það frysti víða um land í nótt að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar

Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar.

Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar

Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.