Fleiri fréttir

Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna

Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna.

Óvissustigi aflýst á Vesturlandi

Þessi ákvörðun er byggð á því að rignt hefur víðast hvar á Vesturlandi undanfarið og næstu daga er einnig spáð úrkomu.

Vill endurskoða verklag við brottvísanir

Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus.

Nýja brúin yfir Jökulsá í Lóni tilbúin

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík hefur lokið við smíði göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni. Brúin eyðilagðist í aftakaveðri um síðustu áramót.

Birna Sif Bjarnadóttir er látin

Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík, er látin. Birna Sif varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 27. júní aðeins 37 ára gömul.

Kynnir áform um einkaframkvæmdir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna

Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor tók þátt í stórri rannsókn á frjósemi danskra hermanna. Niðurstöðurnar voru að óhollt matar­æði hefur mjög mikil áhrif á sæðistöluna.

Baráttuviljinn nú harðari

Samtök íslenskra sveitar­félaga neita því að þeir lægst launuðu séu settir út í kuldann líkt og Starfsgreinasambandið og Efling halda fram.

Kröftugar skúradembur, haglél og eldingar

Það verður vætusamt sunnan og vestan til á landinu í dag og fremur milt í veðri að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ástand allra skólanna í borginni verði metið

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar.

Sveitarstjóri segir starfsmanni hafa orðið fótaskortur á tungunni

„Ég harma það að þessum ágæta starfsmanni hafi orðið fótaskortur á tungunni. Við munum fara yfir það betur hvernig á að svara íbúum, en þetta eru þó mistök sem allir geta gert og ég veit að hann sér mjög eftir því hvernig hann svaraði þessu.“

Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk

Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði.

Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu

Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl.

Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt

Menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að pylsuvagn risi fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Annar þeirra sem hugðist reisa vagninn furðar sig á ákvörðun ráðsins og segir hana hljóta að vera á misskilningi byggða.

Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum

Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi.

Birkiskógar fái að dreifa úr sér

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerð stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir segjum við frá áformum stjórnvalda varðandi kolefnisbindingu og endurheimt votlendis sem kynnt voru í dag.

Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast

Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis.

Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg

Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins.

Sjá næstu 50 fréttir