Fleiri fréttir

Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus

Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar varar við mýtum og fordómum í garð geðfatlaðra í yfirlýsingu vegna undirskriftasöfnunar íbúa í Seljahverfi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir viðbrögðin taktlaus.

Nokkur fjöldi bíður enn

Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn.

Vann skemmdarverk á lögreglustöðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi á tólfta tímanum í gærkvöldi í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum

Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023.

Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval

Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum.

Ávarpaði þróunarnefnd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi hennar í Washington um helgina.

Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag

Formaður VR segist treysta félagsmönnum sínum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning. Þeir geri sér líka grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði að hafna samningnum.

Strokufangi náðist á hlaupum frá fangelsinu á Akureyri

Fangi í fangelsinu á Akureyri gerði fyrr í dag tilraun til að strjúka. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af vöskum fangaverði. Um er að ræða fyrsta strokið af lokuðu fangelsi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni skömmu fyrir jól.

Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi

Fjöldi nemenda í efstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru.

Betur gekk að koma fólki frá borði

Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur.

Þakk­læðning á hárri byggingu á Kefla­víkur­flug­velli að fjúka

Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.

Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót

Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim.

Taka þurfi fyrr og fastar á málum

Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans.

1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum

Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið.

Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst

Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds.

Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs.

Framhaldsskólakennarar starfa sem leiðbeinendur í grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.

Iðn, verk og tækninám slær í gegn á Suðurlandi

Starfamessa var haldin miðvikudaginn 10. apríl í verknámshúsinu Hamri sem er hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands á vegum Atorku, sem er samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga og Sóknaráætlun Suðurlands.

Hvass­viðrið setur flug­sam­göngur enn úr skorðum

Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu.

Komu mjaldranna frestað vegna veðurs

Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir