Fleiri fréttir

Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu

Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust.

Skrifa undir samninginn síðdegis

Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag.

Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli

Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna.

Svartur mars í uppsögnum

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp.

Spyr ráðherra um farbann og gæsluvarðhald

Í fyrirspurninni er óskað eftir sundurliðun eftir dómstólum, flokkum brota sem rannsókn beindist að, þjóðerni þeirra sem úrskurður beindist gegn og lagaákvæði sem hann var reistur á.

Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna

Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna.

Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum

Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna.

„Við munum undirrita kjarasamning á morgun"

Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld.

Mótmælendur bornir út úr dómsmálaráðuneytinu

Mótmælt var í dag á vegum No borders Iceland í dómsmálaráðuneytinu þar sem svörum við kröfum flóttafólks um fund með dómsmálaráðuneytinu og Útlendingastofnun var hafnað fyrir helgi.

700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air

Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag.

Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis

Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla.

Andlát: Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, er látin, 63 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku 2. apríl eftir erfið veikindi.

Ræða verðtryggingu, vexti og skatta

Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“

Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu.

Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi

Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina.

Sjá næstu 50 fréttir