Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 13:32 Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira