Fleiri fréttir

Reykjavík er nú orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu

Amfetamín flæðir um skólpkerfi borgarinnar og með tækni er hægt að mæla notkun eiturlyfja í borginni. Í rannsókn þar sem 60 borgir voru skoðaðar í Evrópu sést að Reykjavík er fjórða stærsta amfetamínborg álfunnar.

Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu.

Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna

Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum.

Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka

Ný rannsókn sýnir að verð hef­ur greini­leg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyr­ir hvert pró­sentu­stig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eft­ir­spurn­in um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjallað verður um verkfall sjómanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en aðgerðir sjómanna hafa nú staðið í þrjár vikur. Fisksalar segja ástandið orðið erfitt.

Þyrlur á tombóluprís

Félags skipstjórnarmanna skora stjórnvöld að nýta þær hagstæðu aðstæður sem eru til staðar í gengismálum til að festa kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæslu Íslands.

Prestur barði Hallgrím

Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, og sonur hans Þórður hringdu inn nýtt ár með handafli. Þeir notuðu sleggju á stærstu kirkjuklukkuna í turni Hallgrímskirkju. Skoteldar gerðu veruna í turninum afar sérstaka.

Kínverjar virðast sniðganga Einar

Hvorki utanríkisráðuneytið né sendiráð Íslands í Kína hafa orðið vör við að tillaga Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, um að sniðganga ætti vörur frá Kína dragi dilk á eftir sér.

Þrír fangar misstu meðvitund vegna Spice

Nýlega misstu þrír fangar á Litla-Hrauni meðvitund vegna neyslu efnisins Spice og voru fluttir á spítala.Forstöðumaður á Litla-Hrauni hefur áhyggjur af neyslu efnisins sem finnst nú í miklum mæli í fangelsinu. Hann segir efnið vera nýtt fyrir föngunum og að þeir kunni ekki að fara með það.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjölskylda manns sem grunaður er um hrottalega líkamsárás um áramótin segir hann ítrekað hafa komið að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér aðstoðar við geðrænum vandamálum og fíkniefnaneyslu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Vika er langur tími í pólítík

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður farið yfir helstu tíðindin í pólítíkinni og síðan rætt við þau Birgittu Jónsdóttur, Pírata og Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann Vinstri grænna um stjórnarmyndun, viðræður og stemninguna þingmanna á milli nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum.

Sjá næstu 50 fréttir