Getur maður orðið háður því að "snúsa?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 12:08 Margir nota vekjaraklukkuna í símanum til að snúsa. vísir/getty Margir kannast eflaust við það að „snúsa“ í morgunsárið og fresta því þannig að fara á fætur en þegar maður „snúsar“ slekkur maður á vekjaraklukkunni í nokkrar mínútur en klukkan hringir svo aftur. Margir nota vekjaraklukkuna í símanum og er hægt að gera þetta misoft eftir símum en einnig er hægt að snúsa á nýlegum vekjaraklukkum. Blaðamaðurinn sem þetta ritar er grimmur snúsari og lék forvitni á að vita, ekki síst í tilefni af alþjóðlega svefndeginum sem er í dag, hvort að hægt sé að verða háður snúsinu. Erla Björnsdóttir, doktor í líf-og læknavísindum og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á snúsi sýni að það sé ekki neitt sérstaklega hollt fyrir okkur. „Þegar við erum að snúsa þá erum við að vakna og erum í raun og veru að senda líkamanum þau skilaboð að nú eigi hann að vakna og svo sofnum við aftur en þá getum við fallið inn í djúpan svefn. Það er yfirleitt það svefnstig sem við förum fljótt inn í þegar við sofnum þannig að næst þegar klukkan hringir tíu mínútum seinna þá erum við jafnvel að vakna upp af dýpri svefni heldur en við vorum að vakna af fyrst og erum jafnvel þreyttari þannig að það er erfiðara að fara á fætur. Flestir vísindamenn mæla því gegn að snúsa,“ segir Erla.Erla Björnsdóttirvísir/gvaSpurning hvaða áhrif það hefur á okkur að sofa með snjallsímann í seilingarfjarlægð Varðandi það hvort maður geti hreinlega orðið háður því að snúsa segir Erla að við séum auðvitað mjög fljótt að koma okkur í rútínu og venjast því sem við gerum á hverjum degi. „Þannig að ef þetta er eitthvað sem við gerum alltaf þá er þetta það sem líkaminn er farinn að búast við. Ef við þurfum að vakna klukkan sjö þá myndum við stilla klukkuna á hálfsjö til að við hefðum þennan langa aðdraganda að því að vakna. Svo er þetta samt líka spurning með snjallsímann og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera að sofa með hann í seilingarfjarlægð frá okkur. Það er eitthvað sem er jafnvel talið vera skaðlegt út af þessum bylgjum sem hann er að senda frá sér,“ segir Erla en bætir við að það sé erfitt að svara spurningunni um það hvort að það sé skaðlegt fyrir mann að snúsa. „Ef þú sefur vel og þetta er ekkert að trufla þig, þú nærð að vakna ágætlega eftir þennan hálftíma, þá er það allt í lagi. Ef þú værir hins vegar að glíma við einhver svefnvandamál þá er þetta eitthvað sem maður myndi vilja skoða.“ Eins og áður segir er alþjóðlegur dagur svefnsins í dag en markmið dagsins í ár er að minna á að það að sofa illa og vera sífellt syfjaður á daginn er ekki eðlilegt ástand. Flestir geta lært að sofa vel en inni á vefsíðu Hins íslenska svefnrannsóknarfélags er hægt að taka stutt próf sem gerir fólki kleift að kanna hvort það sé að sofa nóg og hvort það þjáist af of mikilli dagsyfju. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Margir kannast eflaust við það að „snúsa“ í morgunsárið og fresta því þannig að fara á fætur en þegar maður „snúsar“ slekkur maður á vekjaraklukkunni í nokkrar mínútur en klukkan hringir svo aftur. Margir nota vekjaraklukkuna í símanum og er hægt að gera þetta misoft eftir símum en einnig er hægt að snúsa á nýlegum vekjaraklukkum. Blaðamaðurinn sem þetta ritar er grimmur snúsari og lék forvitni á að vita, ekki síst í tilefni af alþjóðlega svefndeginum sem er í dag, hvort að hægt sé að verða háður snúsinu. Erla Björnsdóttir, doktor í líf-og læknavísindum og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á snúsi sýni að það sé ekki neitt sérstaklega hollt fyrir okkur. „Þegar við erum að snúsa þá erum við að vakna og erum í raun og veru að senda líkamanum þau skilaboð að nú eigi hann að vakna og svo sofnum við aftur en þá getum við fallið inn í djúpan svefn. Það er yfirleitt það svefnstig sem við förum fljótt inn í þegar við sofnum þannig að næst þegar klukkan hringir tíu mínútum seinna þá erum við jafnvel að vakna upp af dýpri svefni heldur en við vorum að vakna af fyrst og erum jafnvel þreyttari þannig að það er erfiðara að fara á fætur. Flestir vísindamenn mæla því gegn að snúsa,“ segir Erla.Erla Björnsdóttirvísir/gvaSpurning hvaða áhrif það hefur á okkur að sofa með snjallsímann í seilingarfjarlægð Varðandi það hvort maður geti hreinlega orðið háður því að snúsa segir Erla að við séum auðvitað mjög fljótt að koma okkur í rútínu og venjast því sem við gerum á hverjum degi. „Þannig að ef þetta er eitthvað sem við gerum alltaf þá er þetta það sem líkaminn er farinn að búast við. Ef við þurfum að vakna klukkan sjö þá myndum við stilla klukkuna á hálfsjö til að við hefðum þennan langa aðdraganda að því að vakna. Svo er þetta samt líka spurning með snjallsímann og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera að sofa með hann í seilingarfjarlægð frá okkur. Það er eitthvað sem er jafnvel talið vera skaðlegt út af þessum bylgjum sem hann er að senda frá sér,“ segir Erla en bætir við að það sé erfitt að svara spurningunni um það hvort að það sé skaðlegt fyrir mann að snúsa. „Ef þú sefur vel og þetta er ekkert að trufla þig, þú nærð að vakna ágætlega eftir þennan hálftíma, þá er það allt í lagi. Ef þú værir hins vegar að glíma við einhver svefnvandamál þá er þetta eitthvað sem maður myndi vilja skoða.“ Eins og áður segir er alþjóðlegur dagur svefnsins í dag en markmið dagsins í ár er að minna á að það að sofa illa og vera sífellt syfjaður á daginn er ekki eðlilegt ástand. Flestir geta lært að sofa vel en inni á vefsíðu Hins íslenska svefnrannsóknarfélags er hægt að taka stutt próf sem gerir fólki kleift að kanna hvort það sé að sofa nóg og hvort það þjáist af of mikilli dagsyfju.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira