Innlent

Fundu skipsskrúfu undir götunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Verktakar sem vinna við framkvæmdir við Suðurgötuna í Reykjavík ráku upp stór augu þegar þeir fundu sjö tonna skipsskrúfu á þriggja metra dýpi undir götunni.

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í tengslum við byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Suðurgötu. Þegar verið var að grafa upp götuna í gær komu menn niður á gamla skipsskrúfu.

„Við vitum svo sem ekkert um hana en hún er líklegast búin að vera hér síðan um fimmtíu að minnsta kosti. Þá var 1950 eða fljótlega eftir það var þessi gata byggð. Hér eru við að fá upp mjólkurflöskur og brennivínsflöskur og lyfjaglös og sorp af öllu mögulegu tagi,“ segir Magnús Jónsson verkefnisstjóri jarðvinnu á svæðinu. 

Magnús segir skrúfuna um sjö tonn og ljóst að erfitt hafi verið að flytja hana sínum tíma. „Mér skilst að Minjasafnið hér eða Árbæjarsafnið ætli að taka hana til sín og skoða hana og greina hana,“ segir Magnús. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×