Vísað að hluta úr héraði í gerðardóm Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. mars 2016 06:00 Í Héraðsdómi Reykjavíkur var á miðvikudag kveðinn upp úrskurður í málarekstri vegna sölu ALMC á LS Retail. Lykilstarfsmenn fyrirtækisins og minnihlutaeigandi í fyrirtækinu telja sig hlunnfarna við söluna. Fyrirtækið hafi verið selt á undirverði. Vísir/GVA Vísað hefur verið frá dómi að hluta deilumálum vegna sölu ALMC (áður Straumur-Burðarás) á hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail á síðasta ári. Kveðinn var upp úrskurður þar að lútandi í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Viti ehf., félag í eigu Aðalsteins Valdimarssonar, sem átti 6,9 prósenta hlut í LS Retail, höfðaði í haust mál vegna sölunnar og síðan bættust við málareksturinn fimmtán lykilstarfsmenn LS Retail sem vegna kaupréttarsamninga áttu að fá í sinn hlut fimmtung af söluandvirði fyrirtækisins. Telur hópurinn sig hlunnfarinn í viðskiptunum þar sem fyrirtækið hafi verið selt á verði sem væri langt undir raunverulegu verðmæti. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að LS Retail hafi verið selt fyrir 17,6 milljónir evra (rúma 2,5 milljarða króna). Fréttablaðið greindi frá því 24.??febrúar síðastliðinn að endurskoðandi sem starfsmannahópurinn kallaði til hafi metið virði fyrirtækisins á 70 milljónir evra (tæpa 10 milljarða króna). Málarekstrinum var vísað frá dómi utan kyrrsetningarkröfu á hluta söluandvirðis fyrirtækisins sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á, bæði hvað varðar kröfu Vita ehf. og starfsmannahópsins. Viti krafðist kyrrsetningar á rúmum 5,0 milljónum evra (rúmum 707 milljónum króna), auk 28,5 milljóna króna, alls sem svarar um 736 milljónum króna. Kyrrsetningarkrafa starfsmannanna er öllu hærri, eða sem svarar fimmtungi af metnu 70 milljóna evra söluverðmæti, eða 14 milljónir evra (tæpir tveir milljarðar króna). Í rökstuðningi Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara er vísað til ákvæða í kaup- og kaupréttarsamningum Vita ehf. og starfsmannanna um að deilum vegna eignarhlutar þeirra í LS Retail beri að vísa til gerðardóms og þeir afsali sér rétti til að leita til almennra dómstóla. Kröfum var því vísað frá dómi og málskostnaður fellur niður, en þó þannig að eftir eigi að taka afstöðu til þess hvort skilyrði til kyrrsetningar séu fyrir hendi. Þær kröfur séu skýrar. „Eftir atvikum kann endanleg úrlausn þessa máls að bíða niðurstöðu þess úrlausnaraðila [innsk. gerðardóms],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Vísað hefur verið frá dómi að hluta deilumálum vegna sölu ALMC (áður Straumur-Burðarás) á hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail á síðasta ári. Kveðinn var upp úrskurður þar að lútandi í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Viti ehf., félag í eigu Aðalsteins Valdimarssonar, sem átti 6,9 prósenta hlut í LS Retail, höfðaði í haust mál vegna sölunnar og síðan bættust við málareksturinn fimmtán lykilstarfsmenn LS Retail sem vegna kaupréttarsamninga áttu að fá í sinn hlut fimmtung af söluandvirði fyrirtækisins. Telur hópurinn sig hlunnfarinn í viðskiptunum þar sem fyrirtækið hafi verið selt á verði sem væri langt undir raunverulegu verðmæti. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að LS Retail hafi verið selt fyrir 17,6 milljónir evra (rúma 2,5 milljarða króna). Fréttablaðið greindi frá því 24.??febrúar síðastliðinn að endurskoðandi sem starfsmannahópurinn kallaði til hafi metið virði fyrirtækisins á 70 milljónir evra (tæpa 10 milljarða króna). Málarekstrinum var vísað frá dómi utan kyrrsetningarkröfu á hluta söluandvirðis fyrirtækisins sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á, bæði hvað varðar kröfu Vita ehf. og starfsmannahópsins. Viti krafðist kyrrsetningar á rúmum 5,0 milljónum evra (rúmum 707 milljónum króna), auk 28,5 milljóna króna, alls sem svarar um 736 milljónum króna. Kyrrsetningarkrafa starfsmannanna er öllu hærri, eða sem svarar fimmtungi af metnu 70 milljóna evra söluverðmæti, eða 14 milljónir evra (tæpir tveir milljarðar króna). Í rökstuðningi Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara er vísað til ákvæða í kaup- og kaupréttarsamningum Vita ehf. og starfsmannanna um að deilum vegna eignarhlutar þeirra í LS Retail beri að vísa til gerðardóms og þeir afsali sér rétti til að leita til almennra dómstóla. Kröfum var því vísað frá dómi og málskostnaður fellur niður, en þó þannig að eftir eigi að taka afstöðu til þess hvort skilyrði til kyrrsetningar séu fyrir hendi. Þær kröfur séu skýrar. „Eftir atvikum kann endanleg úrlausn þessa máls að bíða niðurstöðu þess úrlausnaraðila [innsk. gerðardóms],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira