Lopapeysan framleidd í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 14:34 Rahm virtist vera sáttur með lopapeysuna sem er frá 66° Norður. Mynd/Vísir Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“ Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“
Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26
Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52
Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15