Lopapeysan framleidd í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 14:34 Rahm virtist vera sáttur með lopapeysuna sem er frá 66° Norður. Mynd/Vísir Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“ Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína. Þetta segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, en peysan er frá fyrirtækinu, heitir Grímsey og kostar 33 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum um peysuna eins og gengur; sumum þykir hún flott á meðan öðrum þykir hún ljót. Þá sendi Handprjónasambandið frá sér yfirlýsingu vegna peysunnar fyrr í dag þar sem segir að það sé miður sín yfir peysunni enda leggi það „metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ „Þetta er íslensk ull en peysan er framleidd í Kína. Hönnunin sækir innblástur í íslensku ullarpeysuna og er svona okkar stílfærsla á henni eins og sést til dæmis á hálsmálinu sem er aðeins öðruvísi en á hefðbundinni lopapeysu. Upprunalega kviknaði hugmyndin þegar Arnar í Of Monsters and Men heimsótti okkur einn daginn og þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Fannar. Aðspurður hver hafi prjónað þá peysu segist hann ekki vita betur en að það hafi verið amma Arnars.Sjá einnig:Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysunni Peysan er hönnuð af hönnunardeild 66° Norður hér á landi að sögn Fannars. Framleiðsla á peysunni fari hins vegar fram í Kína og peysan sé merkt á þann hátt með miða innan í; Knitted in China. Fannar segir 66° Norður ekki hafa haft aðkomu að því að borgarstjórinn í Chicago fékk umrædda peysu að gjöf. „Nei, við sáum þetta bara í morgun og vissum ekki af þessari gjöf Icelandair.“ En er hægt að segja að lopapeysa sem framleidd sé í Kína sé íslensk peysa? „66° Norður er íslenskt fyrirtæki og íslenskt hugvit en það er ekkert leyndarmál að vörurnar okkar eru framleiddar erlendis. Við erum með okkar eigin verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa um 260 manns enda er 70 til 80 prósent af vörum okkar framleiddar þar. Svo erum við með samstarfsaðila í Kína, Svíþjóð og Portúgal en allar vörur eru merktar framleiðslulandinu.“
Tengdar fréttir Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Peysan er ný hönnun frá 66° Norður. 18. mars 2016 12:26
Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52
Lopapeysan í Chicago: Á borgarstjórinn að geyma eða gleyma? Taktu þátt í könnun um umtöluðustu peysu vikunnar. 18. mars 2016 13:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent