Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir undanskot í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:24 Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir að efnaðir Íslendingar feldu eignir sínar í útlöndum og slyppu þannig við skattheimtu, með upplýsingaskiptasamningum innan OECD samstarfsins. Hann hafi ekki vitað af eignum eiginkonu forsætisráðherra á Jómfrúaeyjum en ekkert benti til að lög hefðu verið brotin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvað væri gert til að koma í veg fyrir að efnaðir Íslendingar komi tekjum í skattaskjól í öðrum löndum sem hafi verið viðvarandi fyrir hrun. Nú kæmu gjaldeyrishöft í veg fyrir þetta en þau yrðu brátt afnumin. „Þessi staða veldur því að byrðarnar af velferðarþjónustunni leggjast allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera,“ sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa beitt sér fyrir aðild Íslands að alþjóðlegum samningum Efnahags og framfarastofnunarinnar um upplýsingaskipti skattyfirvalda sem hafi gefist vel. Flestir hefðu haft mestar áhyggjur af eignarhaldsfélögum á aflandssvæðum þar sem verið væri að fela eignir og þá kæmu upplýsingaskiptin sér vel. „Þar sem eignir eru ekki tilgreindar í skattframtölum. Sömuleiðis viðskipti í slíkum félögum á lagskattasvæðum sem hvergi eru þegar upp er staðið skattlögð,“ sagði fjármálaráðherra. Upplýst var í gær að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti félag skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Í svari við fyrirspurn frá Óttarri Proppé formanni Bjartrar framtíðar sagðist fjármálaráðherra ekki hafa vitað fyrr en í gær að eiginkona forsætisráðherra hafi verið ein af kröfuhöfunum í föllnu bankana. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál,“ spurði Óttarr. Bjarni sagði best að forsætisráðherra svaraði sjálfur fyrir sín mál eins og hann væri viss um að hann myndi gera ef eftir því væri leitað. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir að efnaðir Íslendingar feldu eignir sínar í útlöndum og slyppu þannig við skattheimtu, með upplýsingaskiptasamningum innan OECD samstarfsins. Hann hafi ekki vitað af eignum eiginkonu forsætisráðherra á Jómfrúaeyjum en ekkert benti til að lög hefðu verið brotin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvað væri gert til að koma í veg fyrir að efnaðir Íslendingar komi tekjum í skattaskjól í öðrum löndum sem hafi verið viðvarandi fyrir hrun. Nú kæmu gjaldeyrishöft í veg fyrir þetta en þau yrðu brátt afnumin. „Þessi staða veldur því að byrðarnar af velferðarþjónustunni leggjast allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera,“ sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa beitt sér fyrir aðild Íslands að alþjóðlegum samningum Efnahags og framfarastofnunarinnar um upplýsingaskipti skattyfirvalda sem hafi gefist vel. Flestir hefðu haft mestar áhyggjur af eignarhaldsfélögum á aflandssvæðum þar sem verið væri að fela eignir og þá kæmu upplýsingaskiptin sér vel. „Þar sem eignir eru ekki tilgreindar í skattframtölum. Sömuleiðis viðskipti í slíkum félögum á lagskattasvæðum sem hvergi eru þegar upp er staðið skattlögð,“ sagði fjármálaráðherra. Upplýst var í gær að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti félag skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Í svari við fyrirspurn frá Óttarri Proppé formanni Bjartrar framtíðar sagðist fjármálaráðherra ekki hafa vitað fyrr en í gær að eiginkona forsætisráðherra hafi verið ein af kröfuhöfunum í föllnu bankana. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál,“ spurði Óttarr. Bjarni sagði best að forsætisráðherra svaraði sjálfur fyrir sín mál eins og hann væri viss um að hann myndi gera ef eftir því væri leitað. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira