Sýknuð af ákæru um ærumeiðingar gegn oddvita Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2016 16:55 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Vísir/Getty Hæstiréttur hefur sýknað konu á þrítugsaldri sem var ákærð fyrir ærumeiðandi aðdróttanir í garð oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps með því að rita ummæli um hann á samskiptasíðuna Facebook. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna til 50 þúsund króna sektar í fyrra vegna málsins. Ummæli hennar beindust fyrrgreindum oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, Guðbjarti Gunnarssyni, en þar ýjaði hún að því að hann hafi þegið mútur frá verslunareiganda í hreppnum. Hún sagði oddvitann hafa „smjaðrað“ fyrir verslunareigandanum sem hafi launað Guðbjarti flaðrið með nýjum traktor.Má rekja til langvarandi deilna bænda Í dómi Hæstaréttar kom fram að deilur hefðu staðið lengi yfir á milli eigenda Miðhrauns 1 og hins vegar Miðhrauns 2, sem er sagt í eigu fjölskyldu konunnar. Sagði Hæstiréttur að af gögnum málsins megi ráða að konan taldi oddvitann hafa tekið afstöðu í ýmsum málum með eiganda Miðhrauns 1 gegn eigendum Miðhrauns 2. Gerði konan því ýmsar athugasemdir við störf oddvitans í umræddri Facebook-færslu sem hún virðist hafa talið til marks um að hann hafi brugðist skyldum sínum og í kjölfarið viðhafði hún þau ummæli sem krafist var ómerkingar á.Reisti staðhæfingu á orðrómi sem fór um sveitina Við úrlausn á því hvort ummæli hennar yrðu ómerkt var litið til þess að fullyrðingar hennar um það vanti ekki að oddvitinn smjaðraði fyrir bóndanum feli ekki annað í sér en gildisdóm hennar. Í setningunni: „Enda gaf (C) honum traktor (mútur eða hvað?)“ hafi falist fullyrðing um að oddvitinn hafi fengið slíka vinnuvél að gjöf, sem eins og málið liggur fyrir mun vera rangt, en fyrir dómi kvaðst konan hafa reist þá staðhæfingu á orðrómi sem hafi gengið um málið í sveitinni. Hæstiréttur taldi að skilja verði orðin sem konan hafði innan sviga sem óljósa ályktun eða getgátu sem reist var á þeirri röngu forsendu að áðurgreindur orðrómur væri réttur. Þótti Hæstarétti ekki efni til að ómerkja ummæli konunnar sem málið varðar og hún því sýknuð af kröfu ákæruvaldsins. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað konu á þrítugsaldri sem var ákærð fyrir ærumeiðandi aðdróttanir í garð oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps með því að rita ummæli um hann á samskiptasíðuna Facebook. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna til 50 þúsund króna sektar í fyrra vegna málsins. Ummæli hennar beindust fyrrgreindum oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, Guðbjarti Gunnarssyni, en þar ýjaði hún að því að hann hafi þegið mútur frá verslunareiganda í hreppnum. Hún sagði oddvitann hafa „smjaðrað“ fyrir verslunareigandanum sem hafi launað Guðbjarti flaðrið með nýjum traktor.Má rekja til langvarandi deilna bænda Í dómi Hæstaréttar kom fram að deilur hefðu staðið lengi yfir á milli eigenda Miðhrauns 1 og hins vegar Miðhrauns 2, sem er sagt í eigu fjölskyldu konunnar. Sagði Hæstiréttur að af gögnum málsins megi ráða að konan taldi oddvitann hafa tekið afstöðu í ýmsum málum með eiganda Miðhrauns 1 gegn eigendum Miðhrauns 2. Gerði konan því ýmsar athugasemdir við störf oddvitans í umræddri Facebook-færslu sem hún virðist hafa talið til marks um að hann hafi brugðist skyldum sínum og í kjölfarið viðhafði hún þau ummæli sem krafist var ómerkingar á.Reisti staðhæfingu á orðrómi sem fór um sveitina Við úrlausn á því hvort ummæli hennar yrðu ómerkt var litið til þess að fullyrðingar hennar um það vanti ekki að oddvitinn smjaðraði fyrir bóndanum feli ekki annað í sér en gildisdóm hennar. Í setningunni: „Enda gaf (C) honum traktor (mútur eða hvað?)“ hafi falist fullyrðing um að oddvitinn hafi fengið slíka vinnuvél að gjöf, sem eins og málið liggur fyrir mun vera rangt, en fyrir dómi kvaðst konan hafa reist þá staðhæfingu á orðrómi sem hafi gengið um málið í sveitinni. Hæstiréttur taldi að skilja verði orðin sem konan hafði innan sviga sem óljósa ályktun eða getgátu sem reist var á þeirri röngu forsendu að áðurgreindur orðrómur væri réttur. Þótti Hæstarétti ekki efni til að ómerkja ummæli konunnar sem málið varðar og hún því sýknuð af kröfu ákæruvaldsins.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira