Fleiri fréttir

Bílslys skammt frá Borgarnesi

Bílslys varð skammt frá Borgarnesi laust fyrir klukkan þrjú í nótt þegar jeppi fór út af þjóðveginum og valt ofan í skurð. Ökumaurinn, sem var einn í bílnum var fyrst fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi en þaðan áfram á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Brotist inn í þrjá bíla

Brotist var inn í þrjá bíla á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, þar af tvo við Borgartún og einn við Laugaveg. Í öllum tilvikum voru rúður brotnar í bílunum og þar rótað í leit að verðmætum.

Vísar gagnrýni vegna Íslandspósts á bug

Póst og fjarskiptastofnun segir það rangt að stofnunin hafi heimilað hækkun gjaldskrár Íslandspósts án þess að fyrir liggi mat stofnunarinnar á kostnaðargrunni félagsins.

Öryrkjum fjölgað um 29 prósent

Öryrkjum á Íslandi hefur fjölgað um 29 prósent frá nóvember 2005 til nóvember 2015 samkvæmt upplýsingum frá vel­ferðar­ráðuneytinu. Mest hefur fjölgunin frá árinu 2005 verið á aldursbilinu 65 til 66 ára, hjá körlum um 59 prósent, og konum um 57 prósent.

Landsbréf stofna fjárfestingasjóð

Landsbréf hafa stofnað nýjan fjárfestingasjóð sem ber nafnið Horn III. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að tilgangur félagsins sé fjárfestingar í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Stofnandi er auk Landsbréfa Horn III GP.

Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd

Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis.

Lesið fyrir hunda á Borgarbókasafninu

Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, bauð börnum að heimsækja safnið í dag og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.

Sprengjusveitin leysir þriggja ára ráðgátu

Ráðgáta um tortryggilegan hlut sem fannst fyrir þremur árum í Eldey er nú loksins leyst. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hélt þangað fyrir skömmu og rannsakaði hlutinn.

Segir lítinn brag að gagnrýni Frosta

Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir að með þátttöku Íslands í stofnun fjárfestingabanka í Kína geti verið til mikils að vinna fyrir lítinn pening. Hann segir lítinn brag að því að stjórnarliðar gagnrýni ráðherra á Facebook.

Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum

Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning.

Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum

Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lendi í erfiðleikum með að mæta vandanum og treysti sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.

Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans

Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær.

Sjá næstu 50 fréttir