Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 12:56 Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira