Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 12:56 Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira