Fá ekki sérgreinalækna á Sjúkrahús Akureyrar Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Svo virðist sem erfitt sé að fá sérgreinalækna til Akureyrar. Stjórnendum sjúkrahússins er því nokkur vandi á höndum. Fréttablaðið/KK Ekki hefur tekist að ráða sérgreinalækna við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið auglýsti í maí á síðasta ári ellefu sérgreinalæknastöður lausar til umsóknar og nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekki verið ráðið í stöðurnar. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum ekki búnir að ráða í þessar stöður í sjálfu sér. Við höfum fengið fyrirspurnir um sex stöður og viðræður í gangi við sérgreinalækna um þær. Enn er skortur á læknum og við erum að leita annarra lausna á þeim vanda,“ segir Sigurður. „Til dæmis erum við í samræðum við Landspítalann um að menn komi tímabundið í afleysingar norður. Þannig eru ýmis ráð sem verið er að reyna að nota til að brúa bilið.“Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á fjóðungssjúkrahúsinu á Akureyri.Erfiðleikar við starfsmannahald á sjúkrahúsinu á Akureyri eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2011 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á starfsemi spítalans. Fram kom í þeirri rannsókn Ríkisendurskoðunar að sjúkrahúsið hefði glímt við skort á læknum sem ekki væri eingöngu tilkominn vegna almenns læknaskorts heldur einnig vegna þess að læknar hefðu hætt á spítalanum vegna óánægju með stjórnun þess. Talið var að á sumum deildum störfuðu svo fáir læknar að öryggi sjúklinga gæti verið ógnað. Í kjölfarið voru níu ábendingar settar fram í skýrslu. Síðan fór fram mikil vinna innan sjúkrahússins, hjá landlæknisembætti og í ráðuneytinu til að bregðast við ábendingum. Betur má ef duga skal. Sigurður segir þó skort á sérgreinalæknum ekki hafa áhrif á þjónustustig spítalans og að sjúklingar finni ekki fyrir þessu. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á þá sérfræðinga sem eru til staðar hér. Það er meira álag á þeim því vaktir og verkefni dreifast á færri herðar. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þeir sem fyrir eru þreytist af álaginu. Einnig verðum við líka að manna þessar stöður ef við eigum að geta tekið að okkur aukin verkefni fyrir land og þjóð.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ekki hefur tekist að ráða sérgreinalækna við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið auglýsti í maí á síðasta ári ellefu sérgreinalæknastöður lausar til umsóknar og nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekki verið ráðið í stöðurnar. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum ekki búnir að ráða í þessar stöður í sjálfu sér. Við höfum fengið fyrirspurnir um sex stöður og viðræður í gangi við sérgreinalækna um þær. Enn er skortur á læknum og við erum að leita annarra lausna á þeim vanda,“ segir Sigurður. „Til dæmis erum við í samræðum við Landspítalann um að menn komi tímabundið í afleysingar norður. Þannig eru ýmis ráð sem verið er að reyna að nota til að brúa bilið.“Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á fjóðungssjúkrahúsinu á Akureyri.Erfiðleikar við starfsmannahald á sjúkrahúsinu á Akureyri eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2011 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á starfsemi spítalans. Fram kom í þeirri rannsókn Ríkisendurskoðunar að sjúkrahúsið hefði glímt við skort á læknum sem ekki væri eingöngu tilkominn vegna almenns læknaskorts heldur einnig vegna þess að læknar hefðu hætt á spítalanum vegna óánægju með stjórnun þess. Talið var að á sumum deildum störfuðu svo fáir læknar að öryggi sjúklinga gæti verið ógnað. Í kjölfarið voru níu ábendingar settar fram í skýrslu. Síðan fór fram mikil vinna innan sjúkrahússins, hjá landlæknisembætti og í ráðuneytinu til að bregðast við ábendingum. Betur má ef duga skal. Sigurður segir þó skort á sérgreinalæknum ekki hafa áhrif á þjónustustig spítalans og að sjúklingar finni ekki fyrir þessu. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á þá sérfræðinga sem eru til staðar hér. Það er meira álag á þeim því vaktir og verkefni dreifast á færri herðar. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þeir sem fyrir eru þreytist af álaginu. Einnig verðum við líka að manna þessar stöður ef við eigum að geta tekið að okkur aukin verkefni fyrir land og þjóð.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira