Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:30 Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. vísir/gva Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016 Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016
Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00