Fleiri fréttir

Kjalölduveita send beint í verndarflokk

Verkefnastjórn rammaáætlunar telur virkjunarkost Landsvirkjunar, Kjalölduveitu, aðeins útfærslu af Norðlingaölduveitu. Kosturinn verður því ekki metinn og fer í verndarflokk. Landsvirkjun telur ákvörðunina lögbrot.

Magnús Ver áfrýjar til Hæstaréttar

Magnús Ver Magnússon ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Hinn 16. október dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið til að greiða Magnúsi 600 þúsund krónur í miskabætur vegna rannsóknar lögreglu á meintri aðild hans að fíkniefnainnflutningi.

„Það er árið 2015“

Einfalt svar Justin Trudeau við því afhverju konur skipa helming ráðherraembætta nýrrar ríkisstjórnar Kanada hefur vakið athygli

Um tvö nauðgunarmál að ræða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann.

„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“

Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940.

Líklegt að fyrsti landnámsskáli á Austurlandi finnist

"Fornleifafræðingur hefur gert forkönnun á svæðinu sem leiðir til þess að mögulega er hægt að finna fyrsta landnámsskála sem byggður var á Austurlandi,“ segir Gunnar Jónsson, bæjarritari Fjarðabyggðar.

Lokun í Grindavík vegna upptöku á spennumynd

Spennumyndin Ég man þig, sem byggð er á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, verður að hluta til tekin upp í Grindavík. Bæjarstjórnar Grindavíkur hefur heimilað að afmörkuðu svæði verði lokað og munu tökur fara fram þar í tvo daga síðar í þessum mánuði.

Perlan enn á kafi í höfninni

Nú liggur fyrir tillaga Björgunar ehf. um hvernig mögulegt er að standa að verki við að ná Perlunni af hafsbotni við Ægisgarð.

Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða.

Starfinu ekki óviðkomandi

Útsending upplýsinga í vikulegum pistli um störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra til starfsmanna borgarinnar samrýmist hlutverki hans sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.

Vill endurskoða regluverk um neyðarmóttöku

„Að sjálfsögðu á ekki að eyða sönnunargögnum á meðan fyrningarfrestur hefur ekki gengið í gildi,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir