Kjalölduveita send beint í verndarflokk Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Þjórsárver sunnan Hofsjökuls hafa lengi verið þrætuepli vegna hugmynda um Norðlingaölduveitu. Vísir/Vilhelm Verkefnastjórn rammaáætlunar hefur ákveðið að taka virkjunarkostinn Kjalölduveitu ekki til meðferðar í 3. áfanga. Það er niðurstaða verkefnastjórnarinnar að Kjalölduveita sé eingöngu önnur útfærsla af Norðlingaölduveitu. Landsvirkjun hefur tekið málið upp á vettvangi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hafnar því að verkefnastjórnin geti tekið ákvörðun sem þessa enda sé um lögbrot að ræða. Haldinn var kynningarfundur um stöðu 3. áfanga rammaáætlunar í gær þar sem framvinda vinnu við rammaáætlun, staða hennar og vinnan fram undan var til umræðu. Víða var komið við en í máli sínu vék Stefán Gíslason, formaður verkefnastjórnarinnar, stuttlega að þessari ákvörðun um flokkun Kjalölduveitu. „Var tekin ákvörðun um að taka Kjalölduveitu ekki til mats þar sem um væri að ræða útfærslu af Norðlingaölduveitu, sem væri í verndarflokki – þannig að hún lendir í raun og veru í verndarflokki með Norðlingaölduveitu.“Hörður ArnarsonFréttablaðið fjallaði um það þegar Kjalölduveita var kynnt til sögunnar í janúar. Þá fullyrtu Landvernd og fleiri að Kjalölduveita væri ekkert annað en Norðlingaölduveita í dularbúningi. Þá sagði formaður verkefnastjórnarinnar, spurður hvort fjallað yrði um Kjalölduveitu: „Sé þetta ný hugmynd eða mjög breytt útfærsla á Norðlingaölduveitu verður væntanlega fjallað um þetta. Annars ekki.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið ósammála málsmeðferð verkefnastjórnarinnar, og að það sé Orkustofnun einnig. „Við teljum að verkefnastjórninni beri að fjalla um þennan kost, sem og aðra sem Orkustofnun telur að eigi að fjalla um. Við teljum í raun að þessi afgreiðsla stangist á við lög og höfum mótmælt henni við umhverfisráðherra,“ segir Hörður og bætir við að ákvörðunin samræmist ekki grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Fyrirtækinu hafi ekki gefist kostur á andmælum og ekki sé ætlast til þess að ráðgefandi nefnd eins og verkefnastjórnin taki ákvarðanir sem þessa. Umhverfisráðherra hafi verið beðinn um að skýra umboð verkefnastjórnarinnar vegna málsins. Hörður hnykkir á því að Kjalölduveita sé nýr virkjunarkostur og aldrei hafi verið fjallað um hann og með höfnun sem þessari hafi verkefnastjórnin tekið ákvörðun þvert á hlutverk sitt. Hörður segir jafnframt að ekkert hafi verið skoðað hvað það þýðir fyrir Landsvirkjun ef ákvörðun verkefnastjórnarinnar stendur og bæði Kjalölduveita og Norðlingaölduveita verði áfram í verndarflokki. „Við treystum því einfaldlega að verkefnastjórnin fari að lögum.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Verkefnastjórn rammaáætlunar hefur ákveðið að taka virkjunarkostinn Kjalölduveitu ekki til meðferðar í 3. áfanga. Það er niðurstaða verkefnastjórnarinnar að Kjalölduveita sé eingöngu önnur útfærsla af Norðlingaölduveitu. Landsvirkjun hefur tekið málið upp á vettvangi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hafnar því að verkefnastjórnin geti tekið ákvörðun sem þessa enda sé um lögbrot að ræða. Haldinn var kynningarfundur um stöðu 3. áfanga rammaáætlunar í gær þar sem framvinda vinnu við rammaáætlun, staða hennar og vinnan fram undan var til umræðu. Víða var komið við en í máli sínu vék Stefán Gíslason, formaður verkefnastjórnarinnar, stuttlega að þessari ákvörðun um flokkun Kjalölduveitu. „Var tekin ákvörðun um að taka Kjalölduveitu ekki til mats þar sem um væri að ræða útfærslu af Norðlingaölduveitu, sem væri í verndarflokki – þannig að hún lendir í raun og veru í verndarflokki með Norðlingaölduveitu.“Hörður ArnarsonFréttablaðið fjallaði um það þegar Kjalölduveita var kynnt til sögunnar í janúar. Þá fullyrtu Landvernd og fleiri að Kjalölduveita væri ekkert annað en Norðlingaölduveita í dularbúningi. Þá sagði formaður verkefnastjórnarinnar, spurður hvort fjallað yrði um Kjalölduveitu: „Sé þetta ný hugmynd eða mjög breytt útfærsla á Norðlingaölduveitu verður væntanlega fjallað um þetta. Annars ekki.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið ósammála málsmeðferð verkefnastjórnarinnar, og að það sé Orkustofnun einnig. „Við teljum að verkefnastjórninni beri að fjalla um þennan kost, sem og aðra sem Orkustofnun telur að eigi að fjalla um. Við teljum í raun að þessi afgreiðsla stangist á við lög og höfum mótmælt henni við umhverfisráðherra,“ segir Hörður og bætir við að ákvörðunin samræmist ekki grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Fyrirtækinu hafi ekki gefist kostur á andmælum og ekki sé ætlast til þess að ráðgefandi nefnd eins og verkefnastjórnin taki ákvarðanir sem þessa. Umhverfisráðherra hafi verið beðinn um að skýra umboð verkefnastjórnarinnar vegna málsins. Hörður hnykkir á því að Kjalölduveita sé nýr virkjunarkostur og aldrei hafi verið fjallað um hann og með höfnun sem þessari hafi verkefnastjórnin tekið ákvörðun þvert á hlutverk sitt. Hörður segir jafnframt að ekkert hafi verið skoðað hvað það þýðir fyrir Landsvirkjun ef ákvörðun verkefnastjórnarinnar stendur og bæði Kjalölduveita og Norðlingaölduveita verði áfram í verndarflokki. „Við treystum því einfaldlega að verkefnastjórnin fari að lögum.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira