Íbúatala Vestfjarða horfin á fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2015 18:40 Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Vísir Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira