Íbúatala Vestfjarða horfin á fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2015 18:40 Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Vísir Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira