Fleiri fréttir

Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði

Frumvörp um afnám hafta voru kynnt í ríkisstjórn í gær. Á að samþykkja á Alþingi í þessum mánuði. Brýnt hefur verið fyrir ráðamönnum að tala varlega um tekjur sem myndast. Horft til niðurgreiðslu skulda. Málið verður kynnt eftir helgi.

Vilja undanþágu frá Seðlabanka

Þann 26. maí síðastliðinn sendi slitastjórn LBI hf. beiðni til Seðlabanka Íslands um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að greiða viðurkenndar forgangskröfur að jafnvirði um 123,5 milljarða króna miðað við gengi þann daginn.

Slátrurum og bændum haldið í gíslingu

Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag.

Með blóðsugumítil á maganum

Blóðsugan stjörnumítill fannst hér á landi í byrjun mánaðarins áfastur kvið íslenskrar konu sem kom til landsins frá austurströnd Bandaríkjanna.

Ungt fólk útsettara fyrir áreitni

„41 prósent þeirra sem starfa í veitingageiranum, ferðaþjónustunni og hóteliðnaðinum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur. Þar af er önnur hver kona sem hefur orðið fyrir áreitni og fjórði hver karlmaður.

Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur

„Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi.

Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema

Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum.

Lög á verkföll ekki enn rædd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun.

Beit tvo á bar í miðborginni

Karlmaður var handtekinn á skemmtistað í miðborginni á örðum tímanum í nótt eftir að hafa ráðsit þar á gesti og bitið að minnsta kosti tvo þeirra.

Metdagur á miðunum í gær

Metdagur var á miðunum umhverfis landið í gær þegar tæplega 850 skip og bátar voru inn í kerfum Stjórnstöðvar siglinga og Landhelgisgæslunnar um hádegissbil.

Hlín leggur fram nauðgunarkæru

Malín Brand segir í yfirlýsingu að meint fjárkúgun hafi í raun verið sáttatillaga í kynferðisbrotamáli. Maðurinn sem kærði systurnar Malín og Hlín fyrir fjárkúgun gegn sér tók upp símtal sem hann átti við Malín þar sem hún þrýsti á hann að ganga að boði þ

Sjá næstu 50 fréttir