Innlent

Beit tvo á bar í miðborginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Árásarmaðurinn er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag.
Árásarmaðurinn er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag. vísir/afp
Karlmaður var handtekinn á skemmtistað í miðborginni á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist þar á gesti og bitið að minnsta kosti tvo þeirra.

Þeir hafa væntanlega verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar og til að fá stífkrampasprautur vegna bitsins. Nánari málsatvik koma ekki fram í skeyti lögreglunnar, en árásarmaðurinn er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag.

Að öðru leyti var fremur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og reyndar um allt land.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×