Innlent

Ungt fólk útsettara fyrir áreitni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Önnur hver kona verður fyrir kynferðislegri áreitni.
Önnur hver kona verður fyrir kynferðislegri áreitni. Nordicphotos/Getty
Steinunn Rögnvaldsdóttir
„41 prósent þeirra sem starfa í veitingageiranum, ferðaþjónustunni og hóteliðnaðinum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur. Þar af er önnur hver kona sem hefur orðið fyrir áreitni og fjórði hver karlmaður.

Starfsgreinasambandið, Matvæla- og veitingafélag Íslands og systursambönd þeirra á Norðurlöndunum standa fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar næstkomandi mánudag klukkan 10.30 á Hótel Natura.

Starfsgreinasambandið ásamt Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands lét vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist rannsóknina ásamt Steinunni.

„Oftast er það af hálfu viðskiptavina sem starfsmenn verða fyrir áreitni en karlar verða oftar fyrir kynferðislegri áreitni á meðal þeirra á meðan konur verða frekar fyrir áreitni af hálfu yfirmanna,“ segir hún en um fjórðungur kvenna í úrtaki rannsóknarinnar hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna.

Þá er það langalgengast að ungt fólk verði fyrir áreitni en líkt og flestar kenningar um kynferðislega áreitni og einelti snýst þetta oft um valdastöðu einstaklinga. „Ungt fólk er í minni valdastöðum reynsluleysis vegna. Því liggur það betur við höggi þegar kemur að áreitni,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×