Fleiri fréttir

Íbúar ósáttir og boða málaferli við borgina

Velferðarráð ákvað í október að breyta dagdvöl fyrir aldraða við Þorragötu í aðra starfsemi. Íbúar í fjölbýlishúsi á sömu lóð telja að það sé lögbrot af hálfu Reykjavíkurborgar og ætla í mál við borgaryfirvöld ef ekki verður horfið frá áformunum.

Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný?

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur.

Sala á sólarlandaferðum orðin eins og fyrir hrun

Það er nóg að gera hjá ferðaskrifstofum landsins, en sólarlandaferðir mokseljast þessa dagana og uppselt er í flestar ferðir í vetur. Starfsfólk ferðaskrifstofanna segir að salan sé orðin eins og fyrir hrun, enda sé landinn sé kominn nóg af kulda og slabbi.

Fannst heill á húfi í Reykjadal

Björgunarsveitir hafa nú fundið mann sem hafði týnst eftir að hafa verið að baða sig í heitu lauginni í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði.

Mamman á Litla Hrauni og Sogni

Í þætti kvöldsins af Íslandi í dag verður fylgst með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, fangelsisstjóra á Litla Hrauni.

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega

Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp.

Fljúgandi hálka yfirvofandi

Enn ein stormlægðin stefnir nú á landið og nær veðurhamurinn hámarki síðdegis á morgun segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni.

Hreiðar Már hefur hafið afplánun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur hafið afplánun. Samkvæmt upplýsingum Vísis situr hann nú inni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.

Holtavörðuheiðin enn lokuð

Björgunaraðgerðir um það bil fjörutíu björgunarsveitarmanna við að hjálpa fólki úr föstum eða biluðum bílum á Holtavörðuheiði, sem hófust þar eftir að veður versnaði skyndilega síðdegis, stóðu fram yfir miðnætti og höfðu þá sumir hafst við í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir.

Tvö tilfelli riðuveiki sögð hrein tilviljun

Riðuveiki greindist á tveimur bæjum með stuttu millibili, fimm árum eftir að riðu varð vart síðast. Tilviljun og engar frekari ályktanir er hægt að draga af þessu, segir sérgreinadýralæknir. Hverju tilfelli fylgir mikill kostnaður og persónulegt áfall.

Fjórtán hrefnum landað framhjá vigt

Á síðasta hrefnuveiðitímabili var meirihluta landaðs afla ekki landað á vigt eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Stjórnvöld virðast því ekki hafa neina vitneskju um hve mikið hrefnukjöt hafi komið í land. Fyrirtækið fékk áminningu frá Fiskistofu.

Fékk aftur traust á lögreglu

Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu.

Viðræðum í tvígang hætt án niðurstöðu

Fyrirtækið TS-Shipping hefur bæði hafið viðræður við Faxaflóahafnir og Hörgársveit og Hafnasamlag Norðurlands um að hefja starfsemi. Viljayfirlýsing milli fyrirtækisins og Eyfirðinga árið 2012 var aldrei undirrituð af TS-shipping.

Vefjagigt er samfélagsvá

Arnór Víkingsson gigtarlæknir segir vefjagigt mikla samfélagsvá og mikið tapist með því að sinna ekki sjúklingum með þennan sjúkdóm nægilega vel.

Sjá næstu 50 fréttir