Innlent

Ökumaður undir áhrifum keyrði á umferðarskilti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrír voru stöðvaðir á Suðurnesjum vegna ölvunaraksturs.
Þrír voru stöðvaðir á Suðurnesjum vegna ölvunaraksturs. Vísir/Getty Images
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvuðu þrjá ökumenn um helgina vegna gruns um ölvunarakstur. Einn ökumannanna ók á umferðarskilti á hringtorgi í umdæminu áður en hann stöðvaði bílinn.



Annar ökumaður var stöðvaður við akstur í Keflavík en hann var í kjölfarið handtekinn. Sá þriðji var á leið út úr bifreið sinni þegar lögreglu bar að og annar sestur undir stýrið í hans stað.



Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún hafi ekki getað yfirheyrt ökumanninn sökum ölvunar en þegar runnið hafði af honum hafi hann gengist við því að hafa ekið undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×