Fleiri fréttir

Glannalegur akstur á rafmagnsvespum

Lögregla hefur áhyggjur af ungmennum á rafmagnsvespum. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem mælst er til að ökumenn þurfi próf og séu eldri en 15 ára.

Á að blása lífi í bæinn

Bernhöftstorfa við Lækjargötu hefur nú bæst í hóp þeirra svæða í miðborginni þar sem heimilt er að hafa torgsölu.

Leiðsögumenn kæra Orkuveituna

Þrír menn ætla að kæra Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan er vinnubrögð fyrirtækisins við verðfyrirspurn vegna veiðiréttar í Þorsteinsvík í september í fyrra. Þeir segja að ION Hótel hafi allan tímann átt að fá réttinn.

Grúsk-áráttan lagði grunninn

Nýir íslenskir torfærubílar sem þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hafa keypt eru hugarfóstur Ara Arnórssonar. Hann er mikill grúskari og alla sína ævi hefur hann langað að bæta þá tækni sem er í kringum sig. Framleiðsla bílanna fer fram á Íslandi.

Auðvelda þarf börnum að sækja rétt sinn

Ísland hefur ekki fullgilt nýja bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem gerir börnum kleift að leita réttar síns sé brotið á mannréttindum þeirra. Þó er þörf á umbótum hér á landi, segir umboðsmaður barna.

Mikill sparnaður af flokkun pappírs

Gífurleg breyting til batnaðar hefur orðið í sorpmálum á höfuðborgarsvæðinu eftir að blá tunna kom við hvert heimili. Pappírinn fer í endurvinnslu og er m.a. notaður í pakningar utanum kornvörur.

Flutningabíll hafnaði utan vegar

Flutningabíll hafnaði utan vegar á Suðurlandsvegi austan við Vorsabæ laust eftir klukkan 18 í dag. Samkvæmt Lögreglunni á Hvolsvelli var slysið minniháttar.

Ábyrgðin ekki stúlknanna

Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur svarað hópi sem sendi henni bréf og gangrýndi ummæli hennar í kjölfar frétta um nektarmyndir af unglingsstúlkum á netinu.

Greiða atkvæði um vinnustöðvun

Samninganefnd Félags grunnskólakennara hefur falið kjörstjórn KÍ að framkvæma atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun kennara sem starfa hjá sveitarfélögum.

Fresta boðuðu verkfalli

Boðuðu verkfalli Félags háskólakennara hefur verið frestað en Háskóli Íslands hefur sent öllum nemendum sínum póst varðandi málið.

„Ég get ekki lifað svona“

Bartlomiej Aureliusz Kopczynski hefur engan samastað og býr nú á götunni. Honum hefur nú borist tilkynning um mögulega brottvísun úr landinu frá Útlendingastofnun.

Rakel Þorbergsdóttir nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins

Rakel Þorbergsdóttir, Þröstur Helgason, Frank Þórir Hall, Anna Bjarney Sigurðardóttir, Hildur Harðardóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Margrét Magnúsdóttir og Andrea Róbertsdóttir skipa nýja framkvæmdastjórn stofnunarinnar.

Háskólakennarar bjartsýnir

„Við erum bara að ganga frá síðustu endahnútum á stofnanasamningum,“ segir Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara, í samtali við fréttastofu.

Dreifa klámmyndum af ungum stúlkum en sleppa

Dæmi eru um að lögreglan hafi haft upp á mönnum sem birtu myndir af ungum stúlkum á erlendum vefsíðum en þeir sloppið við ákæru því þeir gerðust ekki brotlegir í íslenskri lögsögu,.

Guðni undir feldi

Hart er lagt að Guðna Ágústssyni að taka að leiða framsóknarmenn í Reykjavík.

Leysigeisla beint að lögreglubíl

Lögregla ítrekar að athæfi af þessum tagi getur skapað mikla hættu, eins og dæmi eru um, sé leysigeislum beint að farartækjum í lofti eða á láði.

Lögbanni á gjaldtöku á Geysi frestað

"Aðilar sammæltust um að fresta lögbannsgerðinni,“ segir Ívar Pálsson, lögmaður ríkisins í lögbannsmáli þess gegn landeigendum á Geysissvæðinu.

Efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

Mikill hiti var í fundamönnum á baráttufundi félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu í gær.

Njörður leiðir listann í Hveragerði

Tillaga uppstillinganefndar að framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði til bæjarstjórnarkosninga 2014 var samþykkt einróma á félagsfundi í gærkvöldi.

Barnaskapur gagnvart ríkissjóði

Augljóst að ríkissjóður á slíka fjármuni að ekki þurfi að fara fram á tryggingu vegna lögbanns um innheimtu gjalds á Geysissvæðinu.

Tilnefningarnar hrúgast inn

Fréttablaðið óskar eftir tilnefningum fólks og félagasamtaka, sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk í þágu samfélagsins, til að hljóta samfélagsverðlaunin í ár.

Dætur Hjördísar fara til Danmerkur

Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku.

Segja landlækni í flóknu hlutverki í stjórnsýslunni

Lögum um aðgang að sjúkraskrám var breytt þrátt fyrir athugasemdir margra umsagnaraðila. Athugasemdirnar snúa fyrst og fremst að upplýsingarétti sjúklinga og að ákvarðanir landlæknis um aðgang séu endanlegar.

Alhvít jörð sunnan- og vestanlands

Alhvít jörð er á sunnan- og vestanverðu landinu og hálka á götum og vegum nema þar sem búið er að hálkuverja. Ýmist snjóaði eða gekk á með mjög snörpum hagléljum og var mikið úrkomumagn í þeim.

Sjá næstu 50 fréttir