Glannalegur akstur á rafmagnsvespum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 08:00 Stranglega bannað er að reiða á hjólunum þrátt fyrir að sæti sé fyrir farþega, því þá verða hjólin þung og erfiðara er að hafa stjórn á þeim. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur miklar áhyggjur af ungmennum á rafmagnsvespum, ekki síst í ljósi slyss sem varð í vesturbæ Reykjavíkur nýlega. Þá tvímenntu tvær 13 ára stúlkur á rafmagnsvespu og keyrðu á 6 ára gamlan dreng sem var að ganga yfir gangbraut. Engan sakaði alvarlega en stúlkurnar voru ekki með hjálm og mildi var að ekki fór verr. „Það er ekki bara lögreglan sem hefur áhyggjur, heldur borgararnir líka,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum fengið ábendingar og kvartanir því margir sem eru á rafmagnsvespum fara ekki nógu varlega, nota ekki hjálm og eru fleiri en einn á hjólinu sem er stórhættulegt. Það er mikilvægt að foreldrar fari yfir þessi öryggisatriði með börnunum sínum.“ Gunnar bendir á að lítið heyrist í rafmagnsvespum og því bregði gangandi vegfarendum í brún þegar þeir mæta þeim á göngustígum en óheimilt er að aka vespunum á akbrautum þar sem þær komast ekki hraðar en 25 km/klst.Þórhildur elín elínardóttirÞórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að vegna þessa sé lögð mikil ábyrgð á ökumenn en samkvæmt umferðarlögum eru rafmagnsvespur ekki skráð ökutæki heldur skilgreind sem reiðhjól. Þar af leiðandi séu engar sérstakar kröfur eða skilyrði sett um hæfni og aldur ökumanna. En það gæti breyst bráðlega þar sem frumvarp til laga liggur fyrir Alþingi. Þar er mælst til þess að hjólin séu gerð að léttu bifhjóli í flokki I. „Þeim kemur til með að mega aka á akbraut þar sem hámarkshraði er undir 50 km/klst. Gangi breytingarnar fram eins og þær voru lagðar til verða þessi hjól jafnframt skráningarskyld og vátryggingaskyld en þó verða þau undanskilin skoðunarskyldu. Þá mun þurfa ökuréttindi til að aka þeim, þ.e. skellinöðrupróf, sem miðast við 15 ára aldur, eða almennt bílpróf.“Leiðbeiningar frá Umferðarstofu: 1. Ekki er mælt með því að börn yngri en 13 ára séu á rafmagnsvespum. 2. Sýna skal gangandi vegfarendum tillitssemi og víkja fyrir þeim. 3. Rafmagnsvespur eru hljóðlausar og því skal nota hljóðmerki til að vara aðra við. 4. Bannað er að reiða á þessum hjólum. 5. Nauðsynlegt er að nota hlífðarhjálm og æskilegt að vera með viðbótarhlífðarbúnað af öðrum toga. 6. Hjólin geta komist á töluverða ferð og því getur skapast meiri hætta ef ökumaður missir vald á þeim. Þau eru líka þyngri en venjuleg reiðhjól og því stærri kraftar að verki ef óhapp á sér stað. 7. Huga þarf að tryggingarmálum. Hvaða og hvort tryggingar nái yfir slys eða tjón sem notkun hjólanna getur valdið. 8. Hjólin eru ekki leiktæki og viss hætta getur fylgt þeim. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur miklar áhyggjur af ungmennum á rafmagnsvespum, ekki síst í ljósi slyss sem varð í vesturbæ Reykjavíkur nýlega. Þá tvímenntu tvær 13 ára stúlkur á rafmagnsvespu og keyrðu á 6 ára gamlan dreng sem var að ganga yfir gangbraut. Engan sakaði alvarlega en stúlkurnar voru ekki með hjálm og mildi var að ekki fór verr. „Það er ekki bara lögreglan sem hefur áhyggjur, heldur borgararnir líka,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum fengið ábendingar og kvartanir því margir sem eru á rafmagnsvespum fara ekki nógu varlega, nota ekki hjálm og eru fleiri en einn á hjólinu sem er stórhættulegt. Það er mikilvægt að foreldrar fari yfir þessi öryggisatriði með börnunum sínum.“ Gunnar bendir á að lítið heyrist í rafmagnsvespum og því bregði gangandi vegfarendum í brún þegar þeir mæta þeim á göngustígum en óheimilt er að aka vespunum á akbrautum þar sem þær komast ekki hraðar en 25 km/klst.Þórhildur elín elínardóttirÞórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að vegna þessa sé lögð mikil ábyrgð á ökumenn en samkvæmt umferðarlögum eru rafmagnsvespur ekki skráð ökutæki heldur skilgreind sem reiðhjól. Þar af leiðandi séu engar sérstakar kröfur eða skilyrði sett um hæfni og aldur ökumanna. En það gæti breyst bráðlega þar sem frumvarp til laga liggur fyrir Alþingi. Þar er mælst til þess að hjólin séu gerð að léttu bifhjóli í flokki I. „Þeim kemur til með að mega aka á akbraut þar sem hámarkshraði er undir 50 km/klst. Gangi breytingarnar fram eins og þær voru lagðar til verða þessi hjól jafnframt skráningarskyld og vátryggingaskyld en þó verða þau undanskilin skoðunarskyldu. Þá mun þurfa ökuréttindi til að aka þeim, þ.e. skellinöðrupróf, sem miðast við 15 ára aldur, eða almennt bílpróf.“Leiðbeiningar frá Umferðarstofu: 1. Ekki er mælt með því að börn yngri en 13 ára séu á rafmagnsvespum. 2. Sýna skal gangandi vegfarendum tillitssemi og víkja fyrir þeim. 3. Rafmagnsvespur eru hljóðlausar og því skal nota hljóðmerki til að vara aðra við. 4. Bannað er að reiða á þessum hjólum. 5. Nauðsynlegt er að nota hlífðarhjálm og æskilegt að vera með viðbótarhlífðarbúnað af öðrum toga. 6. Hjólin geta komist á töluverða ferð og því getur skapast meiri hætta ef ökumaður missir vald á þeim. Þau eru líka þyngri en venjuleg reiðhjól og því stærri kraftar að verki ef óhapp á sér stað. 7. Huga þarf að tryggingarmálum. Hvaða og hvort tryggingar nái yfir slys eða tjón sem notkun hjólanna getur valdið. 8. Hjólin eru ekki leiktæki og viss hætta getur fylgt þeim.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira