Innlent

Fagnar vilja ríkisins til viðræðna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Við höfum alltaf lýst yfir vilja til samræðna en það verður þá að vera á jafnræðisgrundvelli,“ segir Garðar.
„Við höfum alltaf lýst yfir vilja til samræðna en það verður þá að vera á jafnræðisgrundvelli,“ segir Garðar.
„Ég fagna því, það er bara gott mál,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeiganda á Geysissvæðinu um vilja ríkisins um vilja ríkisins til þess að ræða við landeigendur vegna deilna um innheimtu gjalds á svæðinu.

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði fyrr í vikunni að sýslumaðurinn á Selfossi ætti að leggja lögbann við því að gjald yrði innheimt á svæðinu.

Sýslumaðurinn á Selfossi frestaði í morgun ákvörðun um að setja lögbann á innheimtu gjalds á Geysissvæðinu um 10 daga.

„Aðilar sammæltust um að fresta lögbannsgerðinni,“ segir Ívar Pálsson, lögmaður ríkisins í lögbannsmáli þess gegn landeigendum á Geysissvæðinu, í samtali við Vísi. Hann sagði vilja fyrir hendi að ræða við landeigendur. „Ríkið er alltaf til viðræðu um málið,“ segir hann.

Um leið og úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp var ákveðið að hætta gjaldtökunni að sögn Garðars. „Við munum ekki taka gjald á meðan lögbannsmálið hefur ekki verið afgreitt,“ segir hann.

„Við höfum alltaf lýst yfir vilja til samræðna en það verður þá að vera á jafnræðisgrundvelli,“ segir Garðar.

„Ég minni á að það er athyglisvert að ferðaþjónustuaðilar mega hafa tekjur af því að selja aðgang að þessum svæðum,“ segir Garðar. „Án þess að þeir leggi nokkuð fjármagn við viðhalds svæðanna.“

Landeigendum sé hins vegar meinað að hafa tekjur af svæðinu en beri þó ábyrgð á því að skila því heilu til næstu kynslóða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.