Fleiri fréttir

Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn

"Ég er orðin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir að losa barnið okkar við þá hugsun sem samfélagið kenndi honum, að naglalakk sé bara fyrir stelpur."

Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt

Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%.

Við afneitum ekki úthverfunum

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vill að fólk hafi val um að búa annarsstaðar en miðsvæðis.

Byggðarröskun stóri galli kvótakerfisins

Hannes Sigurðsson útgerðarmaður í Þorlákshöfn segir réttleysi fjölmargra byggðarlaga á landsbyggðinni algjört og hagsmunir þeirra verið fyrir borð bornir. Meiri kvóti þurfi að renna beint til byggðarlaganna.

Þörf á nýrri hugsun til að taka á húsnæðisvandanum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir þörf á nýrri hugsun og nýrri nálgun til að taka á húsnæðisvandanum í Reykjavík. Hann vill vinna með verkalýðshreyfingunni til að koma til móts við þá sem hafa minna á milli handanna.

Móðurhjartað sló mikið eftir snjóflóðið

Móðir Ingólfs Axelssonar Everest-fara segist vera mjög þakklát fyrir að hann og Vilborg Arna Gissurardóttir séu heil á húfi eftir snjóflóðið mannskæða í fjallinu í gær.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi

Fleiri styðja Framsóknarflokkinn nú en fyrir tveimur mánuðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 42,7 prósenta fylgi og 28 þingmenn samkvæmt könnuninni. Píratar tapa fylgi milli kannana og mælast með 6,8 prósent.

Hretið hittir einmitt á páskadagana

„Það er skrítið hvað þetta hittir einmitt á þessa páskadaga, það er búið að vera ágætis veður, og það verður aftur ágætt eftir páskana,“ segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Stjórnin fallin

Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta ef gengið yrði til kosninga nú og myndu tapa tíu þingmönnum, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2, Vísis og Fréttablaðsins. Björt framtíð og Framsókn fengju jafnmarga þingmenn.

Móðir Vilborgar: „Hún er þjóðarstolt“

"Ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“

Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni

Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss.

Dregur smám saman úr vindi

Í kvöld og nótt kemur áfram til með að ganga á með dimmum éljum á fjallvegum um vestanvert landið, á Hellisheiði og Holtavörðuheiði, en smámsaman dregur þó úr vindi. Kólnar heldur í kvöld.

Passíusálmarnir lesnir víða um land

Píslarsagan og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesin í kirkjum um land allt í dag. Sálmarnir voru víða lesnir í heild sinni, svo sem í Hallgrímskirkju í Reykjavík og Kirkjuselinu í Fellabæ.

"Ég ætla ekki að sálgreina forsætisráðherra“

"Ég var alveg steinhissa meðan á viðtalinu stóð. Ég skildi ekki hvernig þetta var að þróast. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel undir allt annars konar viðtal,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður í viðtali í podcastinu Hisminu í Kjarnanum um viðtalið fræga við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Halldór vill nýja íbúakosningu um framtíð flugvallarins

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill halda sérstaka íbúakosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð Reykjavíkurflugvallar þegar nefnd um framtíð vallarins skilar tillögum í lok árs. Flokkurinn vill taka upp 5 ára bekk sem tilraunaverkefni í grunnskóla og gera strætóskýlin hlýrri.

Innanlandsflugi aflýst

Flugi Flugfélags Íslands til Ísafjarðar og Akureyrar eftir hádegi í dag hefur verið aflýst.

Með væg brunasár eftir blossa á spa-svæði

Ung kona var flutt á spítala með minniháttar brunasár eftir væga gassprengingu í World Class Laugum í morgun. Konan slasaðist þegar hún reyndi að kveikja upp í gasknúnum arni á spa- slökunarsvæði líkamsræktarstöðvarinnar.

Varað við stormi

Veðurstofa Íslands varar við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á hálendinu fram eftir degi í dag.

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.

Stormur á vestanverðu landinu

Vindhraði hefur mælst um 28 metrar á sekúndu á Grundarfirði og fer upp í 40 í hviðum undir Hafnarfjalli.

"Þetta er litla barnið mitt“

Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli.

Sjá næstu 50 fréttir