"Ég ætla ekki að sálgreina forsætisráðherra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2014 14:22 Gísli Marteinn Baldursson „Þetta var skrýtið. Þetta tíst sem ég tók þarna strax eftir þáttinn, ég er mjög feginn að hafa ekki sagt eitthvað meira. Ég var alveg steinhissa meðan á viðtalinu stóð. Ég skildi ekki hvernig þetta var að þróast. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel undir allt annars konar viðtal,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður í viðtali í podcastinu Hisminu í Kjarnanum um viðtalið fræga við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Spurningarnar sjálfar urðu aðalatriði „Nánast frá fyrstu spurningu urðu spurningarnar sjálfar og það hvernig ég hafði valið umræðuefni að aðalatriði. Ég var ekkert til í að gefa það eftir að ég stýrði því um hvað væri spurt. Þess vegna varð þetta svona skrýtið. Ég held ég hafi sagt það tvisvar eða þrisvar, ég skil ekki hvað þú ert að gera hérna. Ég var næstum því sorgmæddur. Ég fann það strax í viðtalinu að forsætisráðherra var ekki að koma vel út úr þessu og ég þekki hann vel frá fornu fari af góðu einu,“ segir Gísli Marteinn en Sigmundur Davíð og hann unnu saman í Kastljósinu eitt sumar. Gísli segir að þeir hafi verið „fínir félagar.“ Viðtalið fræga við Sigmund Davíð má sjá hér. Stjórnmálamenn mættu temja sér meiri auðmýkt „Ég ætla ekki að sálgreina forsætisráðherra, en hann var á þessum tíma í einhverjum gír. Hafði skotið í allar áttir, hafði gert það á Viðskiptaþingi og var ennþá í þeim ham þegar hann kom til mín. Það er hamur sem ég kannast ekki við hann í. Ég veit ekki nákvæmlega hvort þetta viðtal sýndi akkúrat manninn sem hann hefur að geyma. Hvort það sýndi einhverja hlið á honum sem ég þekkti ekki en er samt til. Það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að stjórnmálamenn mættu temja sér meiri auðmýkt og forsætisráðherra hafi ekki verið auðmjúkur í viðtalinu. „Ég bjóst við að hann biði eftir mér inni í sminki eftir þáttinn. Gunnar Nelson vildi, rétt eins og þið, ræða við mig um forsætisráðherra. Ég bjóst við að hitta Sigmund Davíð inni í sminki en þá var hann farinn og ég hef ekkert heyrt í honum síðan.“ Viðtalið við Gísla Martein í Kjarnanum. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þetta var skrýtið. Þetta tíst sem ég tók þarna strax eftir þáttinn, ég er mjög feginn að hafa ekki sagt eitthvað meira. Ég var alveg steinhissa meðan á viðtalinu stóð. Ég skildi ekki hvernig þetta var að þróast. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel undir allt annars konar viðtal,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður í viðtali í podcastinu Hisminu í Kjarnanum um viðtalið fræga við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Spurningarnar sjálfar urðu aðalatriði „Nánast frá fyrstu spurningu urðu spurningarnar sjálfar og það hvernig ég hafði valið umræðuefni að aðalatriði. Ég var ekkert til í að gefa það eftir að ég stýrði því um hvað væri spurt. Þess vegna varð þetta svona skrýtið. Ég held ég hafi sagt það tvisvar eða þrisvar, ég skil ekki hvað þú ert að gera hérna. Ég var næstum því sorgmæddur. Ég fann það strax í viðtalinu að forsætisráðherra var ekki að koma vel út úr þessu og ég þekki hann vel frá fornu fari af góðu einu,“ segir Gísli Marteinn en Sigmundur Davíð og hann unnu saman í Kastljósinu eitt sumar. Gísli segir að þeir hafi verið „fínir félagar.“ Viðtalið fræga við Sigmund Davíð má sjá hér. Stjórnmálamenn mættu temja sér meiri auðmýkt „Ég ætla ekki að sálgreina forsætisráðherra, en hann var á þessum tíma í einhverjum gír. Hafði skotið í allar áttir, hafði gert það á Viðskiptaþingi og var ennþá í þeim ham þegar hann kom til mín. Það er hamur sem ég kannast ekki við hann í. Ég veit ekki nákvæmlega hvort þetta viðtal sýndi akkúrat manninn sem hann hefur að geyma. Hvort það sýndi einhverja hlið á honum sem ég þekkti ekki en er samt til. Það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að stjórnmálamenn mættu temja sér meiri auðmýkt og forsætisráðherra hafi ekki verið auðmjúkur í viðtalinu. „Ég bjóst við að hann biði eftir mér inni í sminki eftir þáttinn. Gunnar Nelson vildi, rétt eins og þið, ræða við mig um forsætisráðherra. Ég bjóst við að hitta Sigmund Davíð inni í sminki en þá var hann farinn og ég hef ekkert heyrt í honum síðan.“ Viðtalið við Gísla Martein í Kjarnanum.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira