Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi Brjánn Jónasson skrifar 19. apríl 2014 06:45 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi falla yrði gengið til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fréttablaðið/Valli Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist nokkuð á undanförnum vikum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn mælist með stuðning um 17 prósenta landsmanna og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum frá síðustu könnun, sem gerð var í lok febrúar. Fylgisaukningin er ekki mikil, og fylgi Framsóknarflokksins er enn langt frá 24,4 prósenta kjörfylgi flokksins. Flokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 11 þingmenn en er með 19 í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta kjósenda. Það er svipað og 26,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Lítil breyting hefur orðið frá því í febrúar, þegar 26,8 prósent sögðust styðja flokkinn. Miðað við þessa niðurstöðu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 17 þingmenn yrði gengið til kosninga nú, en er með 19 í dag. Stjórnarmeirihlutinn myndi því falla yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt skoðanakönnuninni, sem gerð var í byrjun vikunnar. Samanlagt eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með 42,7 prósent atkvæða og 28 þingmenn, en 32 þingmenn þarf til að halda meirihluta á Alþingi.Litlar breytingar hafa orðið á fylgi annarra flokka en Framsóknarflokksins. Píratar hafa þó tapað nokkru fylgi, og mælast nú með stuðning 6,8 prósenta kjósenda. Í könnun Fréttablaðsins í lok febrúar mældist flokkurinn með 10,2 prósenta stuðning, talsvert yfir 5,1 prósents kjörfylgi Pírata. Píratar myndu miðað við þessa niðurstöðu bæta við sig einum þingmanni, fara úr þremur í fjóra. Samfylkingin mælist með örlítið hærra fylgi en í febrúar. Alls styðja 19,3 prósent landsmanna flokkinn nú, en 18 prósent í lok febrúar. Fylgi flokksins er talsvert yfir 12,9 prósenta kjörfylgi Samfylkingarinnar. Flokkurinn fengi 13 þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en er með níu þingmenn í dag.Björt framtíð mælist með 16,9 prósenta fylgi nú, örlitlu minna en í síðustu könnun. Flokkurinn mælist með rúmlega tvöfalt kjörfylgi sitt, sem var 8,2 prósent, og fengi 11 þingmenn yrði kosið nú í stað þeirra sex sem flokkurinn er með í dag. Vinstri græn virðast fjarri því að ná vopnum sínum, og njóta nú stuðnings 10,9 prósenta landsmanna, sem er svipað hlutfall og í síðustu könnun, og nákvæmlega sama tala og kom upp úr kjörkössunum. Flokkurinn myndi því halda sínum sjö þingmönnum yrði gengið til kosninga nú.Ánægðir með Bjarta framtíð Kjósendur Bjartrar framtíðar virðast ívið ánægðari með sinn flokk en kjósendur annarra flokka. Alls segjast 87,4 prósent þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndu kjósa flokkinn aftur yrði gengið til kosninga nú. Þeir sem nefna annan flokk myndu flestir kjósa Pírata. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru litlu minna ánægðir, og myndu 83,1 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast gera það aftur. Sama á við um 81,6 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn skera sig nokkuð úr. Um 75,5 prósent þeirra sem kusu Vinstri græn síðast myndu gera það aftur. Hlutfallið er lægra Framsóknarflokkinum, aðeins 72,2 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast myndu gera það aftur núna samkvæmt könnuninni.AðferðafræðinHringt var í 1.332 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 14. og 15. apríl. Svarhlutfallið var 60,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist nokkuð á undanförnum vikum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn mælist með stuðning um 17 prósenta landsmanna og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum frá síðustu könnun, sem gerð var í lok febrúar. Fylgisaukningin er ekki mikil, og fylgi Framsóknarflokksins er enn langt frá 24,4 prósenta kjörfylgi flokksins. Flokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 11 þingmenn en er með 19 í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta kjósenda. Það er svipað og 26,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Lítil breyting hefur orðið frá því í febrúar, þegar 26,8 prósent sögðust styðja flokkinn. Miðað við þessa niðurstöðu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 17 þingmenn yrði gengið til kosninga nú, en er með 19 í dag. Stjórnarmeirihlutinn myndi því falla yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt skoðanakönnuninni, sem gerð var í byrjun vikunnar. Samanlagt eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með 42,7 prósent atkvæða og 28 þingmenn, en 32 þingmenn þarf til að halda meirihluta á Alþingi.Litlar breytingar hafa orðið á fylgi annarra flokka en Framsóknarflokksins. Píratar hafa þó tapað nokkru fylgi, og mælast nú með stuðning 6,8 prósenta kjósenda. Í könnun Fréttablaðsins í lok febrúar mældist flokkurinn með 10,2 prósenta stuðning, talsvert yfir 5,1 prósents kjörfylgi Pírata. Píratar myndu miðað við þessa niðurstöðu bæta við sig einum þingmanni, fara úr þremur í fjóra. Samfylkingin mælist með örlítið hærra fylgi en í febrúar. Alls styðja 19,3 prósent landsmanna flokkinn nú, en 18 prósent í lok febrúar. Fylgi flokksins er talsvert yfir 12,9 prósenta kjörfylgi Samfylkingarinnar. Flokkurinn fengi 13 þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en er með níu þingmenn í dag.Björt framtíð mælist með 16,9 prósenta fylgi nú, örlitlu minna en í síðustu könnun. Flokkurinn mælist með rúmlega tvöfalt kjörfylgi sitt, sem var 8,2 prósent, og fengi 11 þingmenn yrði kosið nú í stað þeirra sex sem flokkurinn er með í dag. Vinstri græn virðast fjarri því að ná vopnum sínum, og njóta nú stuðnings 10,9 prósenta landsmanna, sem er svipað hlutfall og í síðustu könnun, og nákvæmlega sama tala og kom upp úr kjörkössunum. Flokkurinn myndi því halda sínum sjö þingmönnum yrði gengið til kosninga nú.Ánægðir með Bjarta framtíð Kjósendur Bjartrar framtíðar virðast ívið ánægðari með sinn flokk en kjósendur annarra flokka. Alls segjast 87,4 prósent þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndu kjósa flokkinn aftur yrði gengið til kosninga nú. Þeir sem nefna annan flokk myndu flestir kjósa Pírata. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru litlu minna ánægðir, og myndu 83,1 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast gera það aftur. Sama á við um 81,6 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn skera sig nokkuð úr. Um 75,5 prósent þeirra sem kusu Vinstri græn síðast myndu gera það aftur. Hlutfallið er lægra Framsóknarflokkinum, aðeins 72,2 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast myndu gera það aftur núna samkvæmt könnuninni.AðferðafræðinHringt var í 1.332 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 14. og 15. apríl. Svarhlutfallið var 60,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira