Eftirfylgni með ADHD sjúklingum ábótavant á Íslandi Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 19. apríl 2014 15:41 Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands stóð fyrir rannsókninni. Meðferðartími við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) meðal fullorðinna á Íslandi er umtalsvert styttri en í nágrannalöndunum og gefur það vísbendingar um að eftirfylgni með ADHD-sjúklingum sé ábótavant, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust nýverið í vísindatímaritinu Basic & Clinical Pharmology and Toxicology. Að rannsókninni stóð Drífa Pálín Geirsdóttir, meistaranemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í samstarfi við leiðbeinanda sinn Helgu Zoëga, dósent í lýðheilsuvísindum, lækna og vísindamenn við Landspítala – háskólasjúkrahús og Háskólann í Óðinsvéum. Rannsóknin sýnir einnig að notkun lyfja gegn ADHD meðal fullorðinna fjórfaldaðist á Íslandi á árunum 2003 til 2012. Í rannsókninni var sjónum beint að ávísun lyfja við ADHD meðal allra Íslendinga eldri en 18 ára á árunum 2003 til 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildarfjöldi tilfella á Íslandi, þar sem lyfjum við ADHD var ávísað, jókst úr nærri þremur í rúm tólf á hverja 1000 íbúa á árunum 2003-2012. Fjölgun tilfella reyndist mest meðal fólks á aldrinum 19-24 ára, en fjöldi kvenna á þessum aldri sem leysti út ávísun fór úr tæpum tveimur í nærri 18 á hverjar 1000 konur og fjöldi karla úr nærri þremur í 24 á hverja 1000 karlmenn á sama aldri. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að einu ári eftir að meðferð hófst höfðu 57 prósent fullorðinna á aldrinum 19-24 ára hætt lyfjameðferð við ADHD en 43 prósent þeirra sem voru á aldrinum 25-49 ára. Þremur árum eftir upphaf meðferðar reyndust aðeins 12 prósent fólks í yngri aldurshópnum enn í meðferð og um fjórðungur hinna eldri. Það allnokkuð lægra hlutfall en rannsóknir í bæði Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Meðferðartími við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) meðal fullorðinna á Íslandi er umtalsvert styttri en í nágrannalöndunum og gefur það vísbendingar um að eftirfylgni með ADHD-sjúklingum sé ábótavant, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust nýverið í vísindatímaritinu Basic & Clinical Pharmology and Toxicology. Að rannsókninni stóð Drífa Pálín Geirsdóttir, meistaranemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í samstarfi við leiðbeinanda sinn Helgu Zoëga, dósent í lýðheilsuvísindum, lækna og vísindamenn við Landspítala – háskólasjúkrahús og Háskólann í Óðinsvéum. Rannsóknin sýnir einnig að notkun lyfja gegn ADHD meðal fullorðinna fjórfaldaðist á Íslandi á árunum 2003 til 2012. Í rannsókninni var sjónum beint að ávísun lyfja við ADHD meðal allra Íslendinga eldri en 18 ára á árunum 2003 til 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildarfjöldi tilfella á Íslandi, þar sem lyfjum við ADHD var ávísað, jókst úr nærri þremur í rúm tólf á hverja 1000 íbúa á árunum 2003-2012. Fjölgun tilfella reyndist mest meðal fólks á aldrinum 19-24 ára, en fjöldi kvenna á þessum aldri sem leysti út ávísun fór úr tæpum tveimur í nærri 18 á hverjar 1000 konur og fjöldi karla úr nærri þremur í 24 á hverja 1000 karlmenn á sama aldri. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að einu ári eftir að meðferð hófst höfðu 57 prósent fullorðinna á aldrinum 19-24 ára hætt lyfjameðferð við ADHD en 43 prósent þeirra sem voru á aldrinum 25-49 ára. Þremur árum eftir upphaf meðferðar reyndust aðeins 12 prósent fólks í yngri aldurshópnum enn í meðferð og um fjórðungur hinna eldri. Það allnokkuð lægra hlutfall en rannsóknir í bæði Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira