Fleiri fréttir

Skítafýlu lagði yfir Gljúfrastein

Dreifing minkaskíts í landi Hraðastaða og víðar í Mosfellsdal hafði í för með sér slíka lyktarmengun að íbúar í nágrenninu, þar á meðal Guðný Halldórsdóttir í Melkoti, kvörtuðu í lok október til bæjaryfirvalda.

Greiða lán upp hjá Íbúðalánasjóði

Borgarbyggð hyggst taka ný lán að upphæð 925 milljónir króna til að greiða upp lán hjá Íbúðalánasjóði vegna byggingar hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Góður árangur af lestri nemenda fyrir hunda

Lestur fyrir hund eykur áhuga á lestri og lesskilningi samkvæmt erlendum rannsóknum. Nemar lesa vikulega fyrir hund í tilraunaverkefni samtakanna Vigdísar í grunnskóla. Foreldrar, kennarar og börn ánægð.

Vilja hækka menntunarstig

Menntamálaráðherra og rektor Háskólans á Bifröst hafa undirritað samning um framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi.

Hótuðu að stinga leigubílstjóra með sprautunál

Par var handtekið í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að það neitaði að greiða leigubílstjóra fyrir akstur. Þegar bílstjórinn átti orðaskipti við fólkið vegna þess, hótaði það honum með notaðri sprautunál, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort það stakk hann eða ekki.

Stjórnunarkostnaður tekur stóran hluta tekna

Útsvarstekjur lítilla sveitarfélaga renna að stórum hluta í yfirstjórn og skrifstofuhald. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga segir hagkvæmni stærðarinnar hafa sannað sig en sameiningar verði ekki þvingaðar fram.

Fjölbreytni í Húsdýragarði

Í febrúar ætlar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í samstarfi við Reykjavíkurborg að standa saman að fræðslu um líffræðilega fjölbreytni.

Álagið gríðarlegt í upphafi

Orri Gunnarsson sem starfaði fyrir Rauða krossinn á hamfarasvæðunum á Filippseyjum á síðasta ári segir að álagið hafi verið gríðarlegt fyrstu tvær vikurnar. Þrír sendifulltrúar fjölluðu um störf sín í hádeginu í gær.

Einstakar fálkamyndir E.Ól.

Einar Ólason ljósmyndari var að elda dögurð fyrir kærustuna þegar hún rak augu í fálka á miðri götu – sem var að gæða sér á svartfugli.

Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama

Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.

Ofurtollar keyra upp vöruverð

Forsvarsmenn Haga bíða nú eftir úrskurði frá atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytinu um hvort afnema megi ofurtolla á nokkrar tegundir osta sem ekki eru framleiddir nema í sáralitlu magni hér á landi. Fréttamaður fór með forstjóra Haga í innkaupaleiðangur.

Krabbameinstilfellum fjölgar um helming

Ef fram fer sem horfir mun krabbameins-greiningum fjölga um 50% á næstu tuttugu árum. Hluti vandans liggur hjá okkur sjálfum og það er margt sem við getum gert til að breyta þessarri tölfræði til betri vegar, segir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.

Brot úr sögu þjóðar

„Það var ekki gert ráð fyrir því að konur þyrftu að halda ræður því það var ekkert pláss fyrir ræður í samkvæmistöskum kvenna," segir frú Vigdís Finnbogadóttir en sýning á fatnaði, ferðatöskum og fleiru frá forsetatíð hennar verður opnað á morgun. Hún segir fatahönnuðinn Dior hafa heyrt af vandræðum hennar og hannað sérstaklega fyrir hana tösku fyrir ræður.

Óléttar konur mega æfa og lyfta þungum lóðum

Mikið hefur verið rætt um hvort óhætt sé að konur stundi líkamsrækt á meðgöngu. Læknir segir það mjög æskilegt og segir ekkert því til fyrirstöðu að lyfta þungum lóðum.

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta

Íslenskur maður sem vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna.

Íslensk tónlistarútgáfa að hruni komin

Bubbi Morthens íhuga stöðu sína – næsta plata komin á salt. "á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist?“

BHM blæs til sóknar í Háskólabíói í dag

Formaður BHM segir launahækkanir í kjarasamningum á almennum markaði ekki duga félögum í BHM. Ísland sé ekki samkeppnishæft í launum við Norðurlöndin og mikilvægt sé að halda í háskólamenntað fólk.

Útspil ráðherra misbýður kennurum

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir styttingu náms ekkert koma yfirstandandi kjaradeilu við. Hún furðar sig á að menntamálaráðherra ræði styttingu skólans í samhengi við kjaramál og kennurum sé misboðið.

Kona upp á milli Fóstbræðra

Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót sitt.

Sjón og kollegar hans skora á Pútín

Lögin sem samþykkt hafa verið að undanförnu í Rússlandi og setja verulegar skorður á umræðu um samkynhneigð og guðlast eru ógn við frelsið. Þetta segja tvöhundruð rithöfundar frá þrjátíu löndum sem í dag birta opið bréf í breska blaðið Guardian þar sem þeir skora á Vladímír Pútín Rússlandsforseta að nema lögin úr gildi.

Áfengispillur seljast illa

Aðeins fjórtán pakkningar hafa selst af áfengislyfinu Selincro síðan það fór í sölu hér á landi í júní á vegum danska lyfjafyrirtækisins Lundbeck.

Sextán ára Hafnfirðingar sprengdu póstkassa

Tveir 16 ára unglingspiltar voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöldi, grunaðir um að haf sprengt upp póstkassa með flugeldum. Þeir játuðu á sig verknaðinn og var málið afgreitt í viðurvist foreldra þeirra, auk þess sem barnaverndaryfirvöldum verður gert viðvart.

Fjögurþúsund tonna flutningaskip strandaði við Langanes

Betur fór en á horfðist þegar fjögur þúsund tonna erlent flutningaskip, Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi upp úr klukkan eitt í nótt, þegar skipið var á útleið. Björgunarsveit var kölluð á vettvang og kallað var á varðskipið Þór, sem statt var austur af landinu.

Sjá næstu 50 fréttir