Fleiri fréttir

ASÍ slítur viðræðum við SA

Svo langt er á milli aðila að samninganefnd ASÍ telur forsendur brostnar fyrir þeirri leið sem átti að varða.

Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar

Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að það geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. María Lilja Þrastardóttir ræddi við systur manns, sem hafði verið látinn í félagsíbúð í viku þegar hann fannst.

Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár

Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum.

Fyrri árásir ógnuðu ekki upplýsingaöryggi

Vodafone sá ekki ástæðu til að senda tilkynningu til Póst- og fjarskiptastofnunar eftir að ráðist var á vefsíðu fyrirtækisins í tvígang, þann 7. mars í fyrra og 3. maí í ár.

Þétting byggðar í Reykjavík gæti lækkað útsvarsprósentu

Mér finnst eðlilegt að það verði reiknað út hver hagnaðurinn er af nýju skipulagi svo það verði hægt að lækka útsvar á borgarbúa, og þeir fái vitneskju um hvenær það gæti orðið,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Bað guð um að taka soninn til sín

"Ég myndi ekki þora að banna þeim að koma heim, ég gæti ekki tekist á við sorgina ef illa færi og ég hefði útilokað þá, eins og sumir hafa þurft að gera.“

Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur

Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga.

Svona eru PISA spurningarnar

Frammistaða íslenskra ungmenna í PISA rannsókninni sem gerð var vorið 2012 er mögum áhyggjuefni.

Broadway breytt í heilsumiðstöð

Til stendur að breyta skemmtistaðnum Broadway í Ármúla í Lækna- og heilsumiðstöð og Park Inn hótelinu á sama stað í heilsuhótel. Þessi áform verða kynnt á blaðamannafundi á Broadway klukkan þrjú í dag en í tilkynningu segir að fjárfesting verkefnisins nemi um tveimur milljörðum króna.

Heitavatnslaust á Akranesi í gær

Verulega kólnaði í húsum á Akranesi í gærkvöldi og fram á nótt vegna skorts á heitu vatni úr Deildartunguæðinni, sem bilaði í gær.

Féll niður stiga og slasaðist alvarlega

Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll í stiga á veitingahúsi við Laugaveg í Reykjavík laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þegar var kallað eftir sjúkrabíl, sem flutti hann á slysadeild Landspítalans, þar sem hann gekkst þegar undir aðgerð og var fluttur á gjörgæsludeild, en þar fást ekki nánari upplýsingar um líðan mannsins.

Fundu laumufarþega í Sundahöfn

Erlendur karlmaður var handtekinn um borð í erlendu flutningaskipi í Sundahöfn í gærkvöldi, grunaður um að hafa ætlað að laumast úr landi með skipinu.

Þrír teknir undir áhrifum

Þrír ökumenn voru teknir úr umferð vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og má heita að allt hafi verið í rugli hjá einum þeirra.

Ætla að reyna háhyrningahljóðin í Kolgrafafirði í dag

Til stendur að reyna að flæma síld út úr Kolgrafafirði í dag með tóngjafa, sem sendir út drápshljóð háhyrninga, sem þeir gefa frá sér þegar þeir smala síld til átu. Það er fyrirtækið Stjörnuoddi, sem þróað hefur þessa tækni, en upptökurnar af raunverulegum drápshljóðum koma frá hvalasetrinu á Húsavík.

Eftirför í nótt: Ók á lögreglubíl

Æsilegri eftirför lögreglu eftir ökumanni, sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu við hefðbundið eftirlit í Hafnarfirði upp úr klukkan eitt í nótt, lauk nokkru síðar á Reykjanesbraut þegar lögreglubílum tókst að króa hann af og þvinga hann til að nema staðar.

Heimanámið á heima í skólanum

Fyrstu skólaárin eiga að snúast um lestur, skrift og stærðfræði. Gölluð námsskrá veldur því að yngstu börnin glíma við of flókin verkefni sem kemur niður á grunnþekkingu þeirra síðar. Það þarf að forgangsraða í íslensku skólakerfi börnunum í vil – öfugt við það sem nú er.

Fullbókað yfir hátíðirnar

Fullbókað er að verða á hótelum yfir áramótin og ferðamannastraumurinn þyngist yfir jólin með hverju árinu.

Skoðið símreikningana vel

Fulltrúi hjá Neytendasamtökunum segir algengt að fólk viti ekki fyrir hvað sé verið að rukka á fjarskiptareikningum. Samkvæmt lögum eigi að tilgreina það. Margt falli undir það sem skilgreint sé sem "önnur þjónusta“.

Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu

Almenningur bíður frekari upplýsinga um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Álag hefur verið á þjónustuveri Íbúðarlánasjóðs. Fólk segist vilja hvenær og hvernig sækja megi um niðurfellingu. Nánari tímasetning fæst ekki frá forsætisráðuneyti.

Fársjúkur á gráu svæði

Fjölskyldan segir skort á samstarfi í kerfinu hafa leitt til ótímabærs dauða geðsjúks fjölskyldumeðlims.

Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð

Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson.

Þétt setið á samstöðufundi RÚV í Háskólabíó

Samstöðufundur um Ríkisútvarpið fór fram í Háskólabíói í kvöld og var aðalsalurinn þétt setinn. Yfirskrift fundarins var "Okkar Ríkisútvarp“ en ástæðan fyrir fundinum var mikill niðurskurður sem RÚV hefur þurft að taka á sig en 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í síðustu viku hjá stofnuninni. Uppsagnir gætu síðan orðið fleiri í kjölfarið.

Sjá næstu 50 fréttir