Innlent

Heitavatnslaust á Akranesi í gær

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Mynd/GVA
Verulega kólnaði í húsum á Akranesi í gærkvöldi og fram á nótt vegna skorts á heitu vatni úr Deildartunguæðinni, sem bilaði í gær.

Tæma þurfti verulegan kafla æðarinnar, sem er 70 kílómetra löng og sú lengsta á landinu, en þegar viðgerð lauk, kom upp önnur bílun, sem starfsmenn Orkuveitureykjavíkur náðu að laga á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Síðan tók fjórar til sex klukkustundir að koma fullum þrýstingi á æðina aftur þannig að það fór aftur að hlína í húsum um og eftir miðja nóttina.

Þegar ljóst var í hvað stefndi var haft samband við sjúkkrahúsið, elliheimilið og fleiri aðila með viðkvæma starfssemi, en fréttastofan hefur ekki hemildir um að þar hafi komið til vandræða, en tíu stiga frost var á Akranesi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×