Innlent

Eftirför í nótt: Ók á lögreglubíl

Æsilegri eftirför lögreglu eftir ökumanni, sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu við hefðbundið eftirlit í Hafnarfirði upp úr klukkan eitt í nótt, lauk nokkru síðar á Reykjanesbraut þegar lögreglubílum tókst að króa hann af og þvinga hann til að nema staðar.

Þá hafði hann ekið Hafnarfjarðarveg á miklum hraða og gegn rauðum ljósum, og í gegnum Kópavog, þar sem hann ók meðal annars á lögreglubíl.

Ökumaður og farþegi voru handteknir og verður ökumaðurinn kærður fyrir margvísleg umferðarlagabrot auk þess sem hann var undir áhrifum fíkniefna. Þá fundust fíkniefni á þeim báðum og verða þeir kærðir fyrir vörslu fíkniefna. Bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×