Innlent

Fullbókað yfir hátíðirnar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hátíðarblær Erlendir ferðamenn koma í auknum mæli til Íslands yfir hátíðirnar.
Hátíðarblær Erlendir ferðamenn koma í auknum mæli til Íslands yfir hátíðirnar. Fréttablaðið/GVA
„Jól og áramót líta rosalega vel út og bókanir á hótelum hlaðast upp,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. „Og gaman að segja frá því að Reykjavík komst nýlega á lista hjá CNN yfir tíu áhugaverðustu borgir í heimi til að fara í vetrarfrí.“

Einar segir borgina hafa lagt mikið í smekklegar og markvissar aðgerðir til að gefa borginni aukinn hátíðarblæ. „Jólamarkaður á Ingólfstorgi og jólavættirnir skapa stemningu. Svo kenna hótelstarfsmenn ferðamönnum íslenska jólasiði. Í fyrra voru til dæmis nokkur hótel sem kenndu gestum sínum að setja skóinn fyrir framan herbergin sín.“

Ingólfur Kristinn Einarsson
Áramót vinsælust

„Það er töluvert langt síðan hér var fullbókað yfir áramót,“ segir Ingólfur Kristinn Einarsson, hótelstjóri á Grand hóteli.

„Þetta er að aukast yfir jólin sjálf en áramótin eru aðalmálið. Flestir sem koma eru Þjóðverjar, Asíubúar og Bretar. Þeir borða galakvöldverð á gamlárskvöld, fara svo á stóra brennu og upplifa flugelda. Þetta verður vinsælla með hverju árinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×